LM Stålindustri fínstillir ferlana með Autodesk Inventor, NTI FOR INVENTOR og þrívíddarskönnun
December 2022LM Stålindustri er hluti af LM-Group sem samanstendur einnig af Lildal og Værum Stålindustri. Allt er gert innanhúss ef það er mögulegt og verkfærin sem eru notuð í hönnunardeildinni eru Autodesk Inventor, AutoCAD LT og þrívíddarskönnun. Í ofanálag hefur fyrirtækið í fórum sínum víðtækt úrval af vélum sem eru notaðar fyrir skurð, völsun, jaðarrif, rennismíði, pappírsskurð og CNC-rennibekki.
Áskoranir
Handvirk vinna hefur verið of mikið við lýði í gegnum tíðina. Áður fyrr þurfti t.d. að gera alla skráningu handvirkt og mælingar voru gerðar með málbandi.
Lausn
Með NTI FOR INVENTOR er ferlið núna orðið sjálfvirkt og með þrívíddarskönnun er hægt að búa til líkan af umhverfinu.
Niðurstöður
Þrívíddarskönnun sparar tíma, er nákvæmari og öruggari. Þrívíddarskönnun og eftirfarandi vörpun hennar hefur gert LM Stålindustri kleift að einblína á að þróa frekar afhendinguna.
Í meiri en 30 ár hefur LM Stålindustri unnið í þéttri samvinnu við danska og erlenda viðskiptavini sem verkfræðiþjónusta og þróað, hannað og framleitt margar ólíkar vélar og tækniferlisbúnað sem eru sérstaklega ætluð fyrir meðhöndlun auka- og úrgangsafurða í landbúnaði og matvælageiranum.
LM Stålindustri útvegar háþróaðar vörur og verkfræðilausnir sem hafa hjálpað miklum fjölda fyrirtækja í Danmörku og utan landsteinanna. Að jafnaði byrjar þetta með pöntun eða verkefni frá viðskiptavini og í kjölfarið gerir hönnunardeildin tillögu fyrir viðskiptavininn. Þegar tillagan hlýtur samþykki þá er henni miðlað strax áfram til framleiðsludeildarinnar.
Notast er við Inventor og teikningagrunnurinn er sendur út sem DXF-skrá og PDF-skrá. Share-aðgerðin i Inventor er einnig notuð mikið. Viðskiptavinirnir geta með henni virt fyrir sér, snúið á á alla vegu og mælt hina ýmsu hluta í vafrara án þess að nota Inventor. Ef maður sendir eingöngu PDF-skjal skal nota mörg sjónarhorn svo að viðskiptavinurinn geti snúið líkaninu sjálfur.
NTI FOR INVENTOR
Rasmus Rasmussen frá LM Stålindustri greinir frá því að fyrirtækið hafi notað Autodesk Inventor næstum því frá að varan kom á markaðinn:
”Við notum þó einnig AutoCAD LT – meðal annars fyrir skurð og P&ID-myndir. Við notum þar að auki NTI FOR INVENTOR og að okkar mati er ekki hægt að vera án þess. Áður fyrr þegar við lögðum lokahönd á hönnun í Inventor var ferlið mjög tímafrekt þar sem við þurftum að gera allt handvirkt. Opna þurfti allar skrár með plötuhlutum og búa til DXF-skrár. Núna er ferlið sjálfvirkt vegna NTI FOR INVENTOR svo hægt er að miðla gögnum mun hraðar til framleiðsludeildarinnar.

NTI FOR INVENTOR gerir það einnig að verkum að við erum alltaf viss um að við séum að vinna með réttu gögnin, þ.e.a.s. að við notum ávallt réttu skrárnar sem framleiðslugrunn.
Einnig er þess virði að minnast á Property Editor. Í því tóli ertu með safn mismunandi hluta fyrir framan þig og getur smellt á hlutana til að skrá niður hvað þú vilt gera við þá: Hvort þú viljir gera laserskurð á þeim, beygja o.s.frv. Án NTI FOR INVENTOR þurfti að opna hvern einasta hluta í einu til að gera það sama. Þetta gengur almennt aðeins betur fyrir sig með NTI FOR INVENTOR og við spörum dágóðan tíma á viku, einkum í stærri verkefnunum.
Í stuttu máli hefur NTI FOR INVENTOR einfaldað allt ferlið til muna og gert það sársaukalausara”.
NTI FOR INVENTOR
NTI hefur hjálpað okkur mjög mikið með sjálfvirkni og fínstillingu ferlisins sem gerir stafræna vöru að efnislegri. Ferlinu hefur svo sannarlega verið hraðað. Ég skil ekki hvernig er hægt að vera án NTI FOR INVENTOR og maður þarf að vel vakandi til að afhenda vöru sem er í sama gæðaflokki og við náum með NTI FOR INVENTOR.

Þrívíddarskönnun
Tæknin á bakvið þrívíddarskönnun er í mikilli þróun og LM Stålindustri hefur haft mikið gagn af möguleikunum sem hún býður upp á. Rasmus Rasmussen vísar t.a.m. til tilfellis sem fól í sér útboðsáfanga fyrir viðskiptavin. Um var að ræða fóðurvél, losunarkassa og nýtt hönnunarfyrirkomulag sem samanstendur af mörgum pípum, leiðslum og öðru sem myndi taka margar vikur að mæla handvirkt og teikna síðan upp. Af þessum sökum ákvað LM Stålindustri að búa til mun nákvæmari og ítarlegri gögn með þrívíddarskönnun. Rasmus Rasmussen neitar því ekki að fyrirtækið hafi til lengri tíma litið í huga að taka sjálft að sér slík verkefni: ”Að svo stöddu lítum við á þetta sem eitthvað sem við viljum biðja NTI að sinna og tæknimaðurinn, Bjarni, sinnir þessu frábærlega. Enda er þetta ekki aðeins eintóm skönnun. Þetta snýst jafnframt um að fá fullkomið líkan út úr þessu.
Þrívíddarskönnun er frábært tól sem gerir okkur kleift, ef svo mætti segja, að hafa fyrir framan okkur alla bygginguna á staðnum í staðinn fyrir að þurfa að fara til viðskiptavinarins sem er kannski staðsettur í Frakklandi til þess að gera betur grein fyrir ákveðnum mælingum sem geta tryggt rétta uppsetningu” segir Rasmus Rasmussen að lokum.
LM-Group samanstendur af þremur fyrirtækjum LM Stålindustri, Lildal og Værum Stålindustri. Þú getur fengið frekari upplýsingar um fyrirtækin á heimasíðum fyrirtækjanna með því smella á tenglana hér fyrir neðan: LM Stålindustri
|
Verum í góðu sambandi.

Sölustjóri NTI á Íslandi
Reykjavík - Ísland
+354 537 1945