Skip to main content Search

Real-Time LCA

Náðu stjórn á og hámarkaðu loftslagsfótspor byggingarverkefnisins um leið og þú sparar tíma, fjármagn og CO2e.

Kynntu þér málið hér!

 

Sjálfvirk samantekt á LCA útreikningum!
 

Hefur þú fundið fyrir auknum vinnuþrýstingi með því vinna LCA útreikninga, þá sér ílagi handvirkt? Þú ert ekki ein/n um þetta. Með Real-Time LCA endar þú ekki út á túni þegar kemur að því að hagræða vinnu á LCA útreikningunum. Flóknir LCA útreikningar geta verið 100% sjálfvirkir.

 

Real-time LCA vinnur sjálfvirkt og stafrænt og kemur í stað handvirkra og endurtekinna innslátta. Þú getur fækkað vinnustundum um allt að 90% með Real-Time LCA.

clock-100-red.png

Tímasparnaður

100% sjálfvirkir útreikningar.

data-quality-red-100.png

Aukin yfirsýn

Safnar sögu, skjölum og umhverfisgögnum.

co2-icon-100.png

Minnkum loftslagsfótsporið

Fyrirbyggjandi tillögur frá gervigreind til umhverfisbóta.

Sjáðu hvernig þetta gengur fyrir sig í myndbandinu hér að neðan:

Upplýsandi rauntíma yfirit

Real-time LCA safnar upplýsingum beint úr BIM líkaninu, Excel eða handvirkum færslum og gefur yfirsýn og sögu yfir öll umhverfisgögn framkvæmdarinnar. Þú færð sögu, skjöl og skýrslugerð fyrir hvert skref í hönnunarferlinu og í samræmi við opinberar kröfur, vottunarkerfi o.fl.

Sjálfbær og auðlindasparnaður

Á sama tíma og þú sparar tíma og fjármagn færðu líka áþreifanlegar tillögur til að bæta loftslagsfótspor byggingarframkvæmdanna. Valin umhverfisgögn um efni, tengd beint við hönnun og umhverfisáhrif, eru sjálfkrafa uppfærð í takt við þróun hönnunarinnar.

Þú færð aðgang að umfangsmiklu safni sem inniheldur þúsundir byggingarefna með umhverfisvörulýsingum sem auðvelt er að bera saman og þar sem fullur rekjanleiki er til heimilda.

Þekkir þú orðtökin?

Hvað er (LCA)?

LCA stendur fyrir "Life Cycle Assessment" eða Lífsferilsgreining á íslensku. LCA er stöðluð aðferðafræði sem notuð er til að meta heildstæð umhverfisáhrif vöru eða þjónustu (staðbundin og hnattræn) yfir allan líftímann, með öðrum orðum frá vöggu til grafar. Með henni eru kortlögð umhverfisáhrif vegna öflunar hráefna, flutninga, framleiðslu, notkunar og úrgangsmeðhöndlunar fyrir viðkomandi vöru eða þjónustu.

Hvað eru LCA útreikningar?

Frá og með 1. september 2025 verður skylda að gera lífsferilsgreiningar fyrir nýbyggingar í umfangsflokki 2. og 3. Miða skal við dagsetningu umsóknar um byggingarleyfi. Samkvæmt gr.15.2.1 í byggingarreglugerð er mælst til þess að gerð sé lífsferilsgreining vegna nýrra mannvirkja, viðbygginga, endurgerðar mannvirkja og meiriháttar viðhalds þeirra. Mælst er til þess að tíminn fram að innleiðingu kröfunnar verði nýttur til undirbúnings.

Hvað er CO2e?

CO2e stendur fyrir CO2 ígildi. CO2e er notað í loftslagsútreikningum og tekur tillit til þess að það eru aðrar gróðurhúsalofttegundir (t.d. metan og nituroxíð) en bara koltvísýringur (CO2) og gefur sameiginlega mælieiningu yfir gróðurhúsalofttegundirnar.

Kostirnir sem viðskiptavinir leggja sérstaklega áherslu á þegar þeir nota Real-time LCA:

1. Tímasparnaður:

90% af tímanum frá handvirkri LCA vinnu losnar en verkflæði ráðgjafa eru óbreytt.

2. Fullkomin yfirsýn í rauntíma:

Þú færð fullsjálfvirka rauntíma uppfærslu á umhverfisáhrifum BIM líkansins.

3. Fínstilltu loftslagsfótsporið í leiðinni:

Þú færð önnur efni sem geta dregið úr CO2 losun í verkefnum þínum. Tilmælin taka mið af verði, staðsetningu, hljóðvist og brunakröfum.

4. Nýsköpun án aukakostnaðar:

Hægt er að bæta við og gera tilraunir með ný efni í líkaninu með nákvæmum LCA útreikningum.

5. Aukin samvinna:

Allir hagsmunaaðilar hafa aðgang að sömu gögnum og sögu, sama hvort þú ert arkitekt, verktaki eða viðskiptavinur.

6. Sjónrænt loftslagsfótspor:

Viðbót í 3D kerfinu þínu tryggir að þú uppfærir og sjáir fyrir þér loftslagsfótsporið þegar þú vilt.

Rauntíma LCA er fyrir...

Arkitektinn

Hagur arkitekts:

Er einfaldlega með því að setja upp viðbótina geturðu keyrt hönnunar- og líkanaferlið eins og venjulega og á sama tíma fengið skjóta innsýn í umhverfisfótspor efna og bygginga. Real-time LCA tryggir einnig skilvirka vinnu með LCA í samvinnu við alla þátttakendur verkefnisins og gerir kleift að stjórna CO2 áætlun allan líftíma verkefnisins.

Verkfræðinginn

Hagur verkfræðings:

Er óbreytt hönnunar- og líkanaferli eða verkflæði. Þú færð uppfærðan samskiptagrundvöll við þátttakendur verkefnisins í gegnum allt verkferlið á sama tíma og vinnslutími LCA-útreikninganna styttist um 90%.

Framkvæmdaaðilann

Hagur framkvæmdaraðila

Sem fær samtímis innsýn í loftslagsáhrif byggingar og fáðu traustan grunn fyrir ákvarðanatöku. Þér getur liðið vel, örugg, með tilliti til laga og innri kröfur stofnunarinnar, fjárfesta eða annarra aðila. Að auki færðu sérstakar tillögur fyrir ráðgjafateymið þitt og bætta samvinnu meðal þátttakenda verkefnisins, allt beint á svipstundu.

Verktakann

Hagur verktaka

Sem fá traustan grunn fyrir samtalið við viðskiptavininn og ráðgjafana um markmið, framfarir, CO2 og fjármál. Þú getur stjórnað CO2 fjárhagsáætlun þinni gegn samþykktum markmiðum allan líftíma verkefnisins og fengið áþreifanlegar tillögur. Það er líka tækifæri til að hámarka iðgjaldakerfi og skattalækkanir.

Þyrstir þig í meiri upplýsingar?

Ertu með spurningar eða viltu bóka óskuldbindandi kynningu á lausninni? Hafðu samband við okkur í gegnum skráninguna hér við hliðina. Við verðum í sambandi og finnum tíma þar sem þú getur sjálf/ur séð hvernig Real-time LCA vinnur útreikninga sjálfvirkt.

Forvitin/n að vita meira?

Verum í góðu sambandi

Ef þú vilt vita meira um Real-time LCA er þér velkomið að hafa samband við okkur!

Árni Guðmundur Guðmundsson

Sölustjóri NTI á Íslandi (Sales Manager)

+354 5371945