Skip to main content Search

NTI CONNECT

BIM í skýinu fyrir alla. NTI CONNECT safnar gögnum af öllum stigum byggingarverkefnisins, frá hönnun til afhendingar, á einn stað. Hér er verkfæri sem einfaldar og er skilvirkt til að mæta sívaxandi eftirspurn eftir stafvæðingu í byggingarverkefnum

Forvitin/n að vita meira?


Komdu skipulagi á hönnunargögn og samræmingu í réttan farveg


Sem arkitekt, verkfræðingur, framkvæmdaaðili eða verktaki í byggingarverkefnum, þá vilt þú örugglega hafa góða og staðlaða uppbyggingu, samræmi og gæði í upplýsingum fyrir útboð og í verkefnum eða framkvæmdum.
 

Sem Revit notandi viltu geta auðveldlega fundið byggingarhluti og verið með yfirsýn yfir hvaða byggingarhluti fyrirtækið þitt notar. Raunveruleikinn er því miður ekki alltaf þar. Gögn eru gjarnan á víð og dreif, sem kallar á daglegar áskoranir sem ekki aðeins tefja ferlið heldur minnka einnig gæðin. 

NTI_CONNECT_1 linie_RGB.png

Einn vettvangur ! 

Hér er verkfæri sem raunverulega hjálpar þér að lyfta upp gæðum og koma samræmingu á hreintog ekki síst til yfirsýn yfir verkefnin í sambandi við tíma, kostnað og gæði. NTI CONNECT er skýjalausn sem dregur saman gögn á öllum stigum verkefnisins og gefur færi á safna þeim á einn stað. 

Samvinna
collaborate-red-100.png

Sameinaðu líkön frá mismunandi greinum og keyrðu í gang öflugt eftirlit á heildarlíkani eftir viðeigandi kröfum og reglugerðum, auka ávinningur felst í einu skrefi lengra en einföld árekstrarstjórnun.

Yfirsýn
data-insight-100-red.png

Fáðu alhliða yfirsýn yfir BIM verkefnin þín og tryggðu að BIM líkönin þín séu alltaf með nýjustu upplýsingar.

Notendastýring
team-100-red.png

Stjórnaðu notendum þínum auðveldlega á miðlægan hátt og úthlutaðu þeim verkefnum.

Hvernig NTI CONNECT er uppbyggt?

NTI CONNECT er einingaskipt (e. Modular) með NTI CONNECT sem regnhlífina yfir þjónustunni þá velur þú einingarnar eftir þínum þörfum. 

 

Þú getur valið úr eftirfarandi vörum:

 

SPEC

Lýsingartól, sem er notað til að búa til lýsingar sem tengjast byggingunni.
(Specification Management)

Lestu meira hér

 

PART

Byggingarhlutagagnagrunnur til að halda utan um byggingarhluta fyrirtækisins á einum stað og opna gögn í byggingarlíkönunum.
(Building Part Management)

Lestu meira hér

VIEW

Leyfir hverjum sem er að skoða líkön og teikningar beint í vafra.
(Model Viewer)

Lestu meira hér

 

 

 

Arkitema um NTI CONNECT

"Sem Revit notandi er það kostur að við getum auðveldlega fundið byggingarhluta og fengið almenna yfirsýn yfir byggingarhluta okkar í þrívíddarlíkaninu. Þetta er hægt með byggingarhlutavafranum [Part] sem auðvelt er að nota beint í Revit líkanavinnunni."

Marianne Friis,

Digital Development Director at Arkitema

Þrír mikilvægir hlutir í NTI CONNECT …

Skráðu notendur og úthlutaðu þeim réttindi að einingum og verkefnum

Þú getur fljótt og auðveldlega búið til nýja notendur á reikningum og gefið þeim réttindi innan eininga og aðgang að verkefnum inná NTI CONNECT

Yfirsýn af gögnum af stjórnborði

Við höfum innbyggt fjöldan allan af stjórnborðum sem gefa þér góða yfirsýn af gögnunum inn á NTI CONNECT. Svona færðu stöðugt góða yfirsýn af verkefnum þínum og tekið af skarið ef eitthvað stemmir ekki.

Yfirsýn yfir verkefnin þín og búðu til þín eigin

Þú færð góða yfirsýn yfir þau verkefni sem eru til staðar í NTI CONNECT. Þegar nýtt verkefni kemur inn á borðið, getur þú búið það til með nokkrum músarsmellum, tengt notendurnar og ferlið er hafið um leið.


NTI er Autodesk Forge Certified Systems Integrator
autodesk-forge-400px.png

NTI hefur staðfesta reynslu við að hjálpa viðskiptavinum við það að koma skýjalausnum á fót sem nota Forge. Við hjálpum þér við nýsköpun, getum stutt við og þróað viðbætur (öpp) á fyrirliggjandi kerfi eða hjálpað við að þróa sérsniðnar Forge-lausnir.

 

 

Forvitin/n að vita meira?

Verum í góðu sambandi

Sláðu á þráðinn eða sendu línu

Árni Guðmundur Guðmundsson

Sölustjóri NTI á Íslandi (Sales Manager)

+354 6998202