Leica BLK laser skanni
Hárnákvæm þrívíddarskönnun fyrir framleiðslu- og byggingariðnað
Gerðu nákvæmar stafrænar tvinnanir
Leica er leiðandi á heimsvísu í framleiðslu á nákvæmum 3-víddarskönnum og mælilausnum sem mikið eru notaðar í framleiðslu- og byggingariðnaði. Leica skannar eru hannaðir til að búa til nákvæm stafræn afrit af flóknum rýmum, umhverfi og byggingarsvæðum. Háþróuð LiDAR tækni Leica og hárnákvæmir skannar fanga öll helstu smáatriði, og því verða mælingarnar og skjölunin nákvæm og ítarleg sem er mjög mikilvægt fyrir framleiðslu og byggingar.
Mikil nákvæmni og áreiðanleiki
Þrívíddarskannar Leica eru þekktir fyrir mikla nákvæmni og ítarlega skráningu og eru þ.a.l. tilvaldir fyrir flókin framleiðslu- og byggingarverkefni. Leica skannarnir færa þér þau gögn sem þú þarft til að tryggja nákvæmni á öllum stigum verkefnisins.
Skilvirk gagnasöfnun
Með hraðvirkum skönnum og háþróuðum hugbúnaði geta notendur auðveldlega safnað miklu magni af ítalrlegum gögnum. Þetta þýðir færri endurtekningar, færri heimsóknir á vinnusvæði og meiri tíma til greininga.
Einföld samþætting og miðlun
Auðvelt að samþætta gögn inn í BIM lausnum og deila þeim á milli aðila í teymi, auðveldar samvinnu og tryggir gæði í verkefninu allan líftíma þess.
Hverjir njóta góðs af Leica skönnum?
Leica skannar eru notaðir af fagfólki í framleiðslu- og byggingariðnaði, mannvirkjagerð, kvikmynda- og tölvuleikjagerð. Þar sem þörf er á mikilli nákvæmni, hraða við gagnasöfnun og ítarlegra gagna sem hægt er að samþætta í stafrænt verkflæði.
Byggingaverkfræðingar og arkitektar
Nota skanna til að kortleggja núverandi byggingar og mannvirki fyrir nákvæm þrívíddarlíkön. Þetta er ómissandi bæði á hönnunarstigi og við endurbætur, þar sem nákvæmni skiptir sköpum.
Landmælingamenn
Leica skannar eru þekktir fyrir áreiðanleika og mikla nákvæmni, sem gerir þá tilvalda til að skanna og búa til stafræn landslagslíkön til notkunar í byggingarframkvæmdum.
Byggingafyrirtæki og verkefnastjórar
Skanna til að stjórna framkvæmdum og skrásetja byggingarferlið, tryggja að verkið sé unnið í samræmi við hönnunar- og gæðakröfur og til að lágmarka mistök og tafir.
Eignaumsjón
Notað til eignastýringar og viðhalds á byggingum og mannvirkjum, þar sem nákvæm skönnun og skráning eru nauðsynleg fyrir áframhaldandi rekstur og framtíðar skipula.
Iðnaðar- og framleiðslufyrirtæki
Leica skannar henta framleiðendum véla og vinnslulína t.d. í matvælaiðnaði mjög vel og færa þeim nákvæmar mælingar og gögn til hanna sínar lausnir inn í vinnslurýmin. Nákvæm og ítarleg gögn gerir þeim kleift að sérsníða lausnir og skipuleggja innleiðingu út frá hárnákvæmum þrívíddarlíkönum.

Örugg skönnun á flóknum svæðum með vélmennum
Með Leica BLK ARC og BLK2FLY skönnum er hægt að samþætta skönnun við vélmenni og dróna, sem gerir mögulegt að skanna sjálfvirkt eða með lágmarks aðkomu mannlegrar stýringar. Með þessum lausnum er auðvelt að skanna svæði og mannvirki sem erfitt er að komast að eins og háar byggingar og mannvirki, flókin rými og svæði. Þessir skannar tryggja nákvæma og skilvirka gagnasöfnun við erfiðar aðstæður.
Til dæmis er hægt að skipuleggja skönnunarleiðir með teikningum eða BIM-líkönum, sem sparar tíma og eykur öryggi, þar sem notandinn getur haldið sig í öruggri fjarlægð á meðan flókið eða hættulegt umhverfi er skannað.
Hjá NTI er hægt að leigja sjálfstætt vélmenni „Spot“ frá Boston Dynamics, sem ásamt Leica BLK ARC getur skannað erfið svæði á skömmum tíma.
Hafðu samband til að heyra nánar um möguleikana.
NTI er Leica Geosystems BLK Premium Partner |
Leica BLK2Go
Handhægur leysiskanni fyrir nákvæma og skilvirka gagnasöfnun á ferðinni.
Leica BLK2GO er þráðlaus, léttur leysiskanni sem gerir þér kleift að fanga umhverfi þitt í rauntíma á meðan þú ert á ferðinni. Með háþróaðri SLAM tækni (Simultaneous Localization and Mapping), býr BLK2GO til þrívíddarlíkön af flóknu umhverfi án þess að þurfa þrífót.
Þessi aðferð er alveg tilvalin þegar skanna þarf hratt og örugglega stór opin rými og svæði utandyra og þar sem erfitt er að koma við skanna á þrífæti. Tækið sameinar nákvæmni LiDAR myndskönnunar.
- Tveggja ása LiDAR í verndaðri hvelfingu; skannar allt að 420.000 punkta á sekúndu með stöðugum snúningi
- SLAM tækni með háhraða LiDAR, sjónkerfi og sjálfsleiðsögn
- WLAN tenging, endurhlaðanleg rafhlaða fyrir 45 mínútna skönnun, sex tíma gagnageymslu, USB-C tengi fyrir hraðan gagnaflutning, edge-gagnameðhöndlun
- 12 MP myndavél og þrjár víðmyndavélar fyrir sjónræna leiðsögn, punktskýjalitun og víðmyndir
- 0,775 kg m.v. rafhlaða; endingargóð álbygging með mattri áferð fyrir léttleika
- Leiðandi ljós með sjónrænni leiðsögn og stöðuuppfærslum fyrir skannastöðu og gagnagæði.
Leica BLK360
Fyrirferðarlítill leysiskanni fyrir nákvæma og skilvirka gagnasöfnun.
Leica BLK360 er fyrirferðarlítill og öflugur þrívíddar leysiskanni sem skilar nákvæmum punktskýjum og víðmyndum í lit fyrir faglega notkun í öllum atvinnugreinum þar sem nákvæmni er nauðsynleg. Með einni snertingu skynjar skanninn umhverfið og flytur gögn beint á iPad, sem gerir hann auðveldan í notkun – jafnvel á flóknum stöðum.
Hraðskönnunartæknin og há upplausnin spara tíma og gera mögulegt að safna milljónum gagnapunkta á nokkrum mínútum.
- Gerir þér kleift að skanna í 4 mismunandi upplausnum
- Þyngd: 0,75 kg / stærð: hæð155 mm x 80 mm þvermál
- Skönnun á fullri kúlu (í venjulegri upplausn) og 104 MP myndavél tekur minna en 1 mínútu
- 680.000 punktar pr. Sek.
- VIS (Visual Inertial System), fyrir sjálfvirka forskráningu
- Minni: 180 GB upp í 1.500 uppsetningar
Leica RTC360
Notendavænn, hreyfanlegur og nákvæmur 3D leysiskanni
Leica RTC360 3D leysiskanni er hannaður til að hámarka vinnu við mælingar og líkön fyrir fagfólk í arkitektúr, verkfræði, tæknifræðinga, landmælingar o.s.frv. Með notendavænu viðmóti og sjálfvirkri skráningu sparar þú bæði tíma og fjármagn um leið og þú nærð áreiðanlegum og stöðugum árangri.
RTC360 er færanlegur skanni á þrífæti, sem gerir hann tilvalinn til notkunar bæði inni og úti við margskkonar aðstæður. Fyrirferðarlítill og harðgerður skanni sem tryggir áreiðanlega afköst og nákvæma skönnun. Þegar þú ert á ferðinni.
- Upplausn: 3 skannaupplausnir til að velja á milli (3/6/12 mm @ 10 m)
- Þyngd: 5,35 kg / Stærð: 120 mm x 240 mm x 230 mm
- Skannatími: Skönnun á fullri kúlu og HDR myndtaka tekur innan við 2 mínútur
- Hraði: Allt að 2.000.000 laserskannapunktar á sekúndu
- Visual Inertial System (VIS): Tengir skönn sjálvirkt um leið og skannað er.
- Minni: 256GB sem hægt er að skifta um USB 3.0 flash-drif
Leica BLK ARC
Sjálfvirk leysiskönnun fyrir róbóta
Leica BLK ARC er háþróaður og sjálfvirkur leysiskanni sem er hannaður til að tengjast vélmennum, sem gerir hreyfanlega skönnun mögulega án eða með lágmarks íhlutun starfskrafts. Notandi getur auðveldlega skipulagt skannferil og hlaðið því niður í vélmennið sem síðan keyrir verkefnið áfram sjálfstætt. Með þessu móti er hægt að skanna bæði hreyfanlega og í kyrrstöðu í einni aðgerð.
Með GrandSLAM tækni (LiDAR SLAM, Visual SLAM og IMU), býður BLK ARC upp á nákvæma leiðsögn og gagnasöfnun, einnig í mjög flóknu umhverfi.
- Þyngd: 0,69 kg / stærð: 183,6 mm hár x 80 mm þvermál
- 420.000 leysiskönnunarstillingar á sekúndu
- Svið: 360° lárétt/270° lóðrétt
- 3 myndavélakerfi, 4,8 Mpixel 300° x 135°, global lokari
- Minni: 24 klukkustundir af skönnun með þjöppuðum gögnum / 6 klukkustundir með óþjöppuðum gögnum
- Hannað til notkunar bæði inni og úti
Langar þig að heyra meira um þrívíddarskönnun?
Hafðu samband og fáðu meira að vita um möguleikana á bæði kaupum og leigu á þrívíddarskanna. Við bjóðum bæði fjárleigu og leigu á skönnum.
Vinsamlegast athugaðu að allir Leica 3D skannar þurfa nauðsynlegan hugbúnað.
Fylltu út eyðublaðið og við höfum samband við þig eins fljótt og auðið er til að fá óskuldbindandi samtal um þá fjölmörgu valkosti og sýnikennslu á Leica.
Fylltu út eyðublaðið |
Vantar þig innblástur?

Hvernig SMJ dregur úr ferðatíma og villum með þrívíddarskönnun og ACC
Sjáðu í þessu myndbandi hvernig SMJ verkfræðingar hafa innleitt þrívíddarskönnun og ACC til að draga úr ferðatíma og villum – og stuðla að sjálfbærni.

Þrívíddarskönnun
Skráðu stafrænt, skoðaðu og mældu upp með 3D leysiskönnun þannig færðu nákvæm skjalfest gögn sem hægt er að nýta við nýframkvæmdir, breytinar, gæðastjórnun, viðhald, skipulag o.s.frv
Hafðu samband
Við erum sterk í að skanna. Hjá okkur starfa margir sérfræðingar sem búa yfir reynslu og þekkingu á hvaða lausnir henta best fyrir verkefnið.

System Consultant
+354 866 8941