Skip to main content Search

Envision

Sjálfstætt sjóngervingartól með rauntíma geislarakningu – hannað fyrir kynningar, hreyfimyndir og sjónræna frásögn, fullkomlega samþætt við núverandi vinnuferla þína í Chaos.


Hvað er Envision?

Chaos Envision er sjálfstætt sjóngervingartól sem sameinar rauntímamyndsetningu, ljósmyndaraunveruleg gæði og notendavæna hönnun. Það er hannað fyrir arkitekta, sjóngervingarfræðinga og hönnuði sem vilja búa til faglegar kynningar með bæði stíl og innihaldi – án tæknilegra flækja.

Með stuðningi fyrir hreyfimyndir, mannfjölda, mismunandi hönnunarútgáfur og beinan innflutning úr öðrum Chaos-verkfærum er Envision næsta skref í þinni sjóngervingarvegferð.


Samfelld rauntímasjóngerving í öllum Chaos-verkfærum þínum

Chaos Envision sameinar öfluga myndsetningargetu við notendavænt vinnuflæði og gerir þér kleift að búa til líflegar og áhrifaríkar sjóngervingar með auðveldum hætti. Þú getur lífgað upp á hluti, búið til dýnamískar myndavélahreyfingar og bætt við raunsæjum mannfjöldum til að skapa sannfærandi frásögn – allt innan sama tólins.

Með stuðningi við .vrscene-skrár virkar Envision hnökralaust með öðrum Chaos-verkfærum eins og Enscape, V-Ray og Corona. Þannig getur þú flutt inn og birt verkefni úr þínum hefðbundnu hönnunarumhverfum – án þess að þurfa að fara krókaleiðir, fínstilla eða endurvinna efnið.

Fjórar ástæður til að velja Chaos Envision

Stuðningur við mörg kerfi og mismunandi myndsetningartækni

Chaos Envision vinnur hnökralaust með .vrscene-skrám úr Enscape, V-Ray og Corona. Þetta þýðir að þú getur unnið í því hönnunarumhverfi sem þú kýst og fært verkefnið beint yfir í Envision – án þess að tapa smáatriðum eða uppbyggingu.

Búðu til áhrifaríkar og lifandi kynningar

Lífgaðu tilveruna í kynningunum þínum með myndavélahreyfingum, hreyfanlegum hlutum og raunsæjum mannfjöldum. Hvort sem þú ert að undirbúa fund með viðskiptavini, taka þátt í hönnunarsamkeppni eða vinna að sjóngervingu fyrir framkvæmdir, þá hjálpar Envision þér að segja sögu þína á skýran og áhrifaríkan hátt.

Vinna með flóknar senur í rauntíma

Envision er hannað til að takast á við stór verkefni án þess að fórna afköstum. Þú þarft ekki að einfalda líkönin – senan er unnin í heild sinni, beint í verkfærinu.

Byrjaðu strax – án fyrirhafnar

Engin undirbúningsvinna þarf – hlaðið inn senunni og byrjaðu að sjóngera. Notendavænt viðmótið gerir þér kleift að komast strax af stað, sama hver reynslustigið er.

Langar þig að prófa Envision og komast af stað?

Hvort sem þú vilt prófa tólið á eigin spýtur eða fá ráðleggingar um hvernig það getur nýst í þínu vinnuflæði, þá erum við til staðar. Hafðu samband hér að neðan og við hjálpum þér að komast á fullt skrið.

Forvitin/n að vita meira?

Hefur þú spurningar varðandi Chaos Envision?

Hafðu samband við okkur!

Árni Guðmundur Guðmundsson

Sölustjóri NTI á Íslandi (Sales Manager)

+354 5371945