Skip to main content Search

Sérfræðingar með puttana á púlsinum

Hjá okkur finnur þú bestu sérfræðingana í mannvirkjagerð, hönnun og iðnað. Þeir búa yfir djúpum skilningi hver á sínu sviði og er með mikla reynslu í að deila þekkingu og kunnáttu sinni með viðskiptavinum okkar.

 

 

 

Sérsvið þeirra eru tæknilausnir og -nýsköpun. Þeir vinna af ástríðu og ýta þróuninni áfram með því að vinna alltaf náið með viðskiptavinum á þeirra sviði.

Sérfræðingar okkar þurfa vottun fyrir hvert og eitt verkfæri sem þeir vinna með, en þannig tryggjum við að þeir séu ávallt vakandi yfir nýjungum á þeirra sviði.  Þeir eru sérfræðingar hver á sínu hugbúnaðarsviði en búa þar að auki yfir yfirgripsmikilli þekkingu og innsýn í þennan iðnað, sem að okkar mati er forsenda þess að geta veitt hágæða þjónustu í samvinnu við viðskiptavininn.

Við leggjum mikla áherslu á að hugbúnaðarsérfræðingar okkar hafi einnig áhuga á viðskiptaþróun og mannlegum samskiptum almennt.  Sérfræðingar okkar eru fyrst og fremst fagmenn, sem setja þarfir viðskiptavinarins ávallt í forgang og sjá til að hann fái sem bestan undirbúning til að geta náð framtíðarmarkmiðum sínum.

Bókaðu fund með sérfræðingi frá okkur þannig að þú getir nýtt þér sérþekkingu hans.

Sérfræðingar okkar eru færir á þessum sviðum

Mannvirkjagerð og BIM

Við búum yfir þeirri reynslu og færni sem nauðsynleg er til geta stöðugt fylgst með í tækniheimi sem er í sífelldri og hraðri þróun. BIM nær yfir vítt svið í dag og við styðjum við daglegan rekstur tæknifyrirtækja þegar kemur að hæfni-, skipulags- og viðskiptaþróun.

Lestu meira um mannvirkjagerð og BIM

Vöruhönnun og -framleiðsla 

Við aðstoðum fyrirtæki innan iðnaðar, vöruþróunar og hönnunar á öllum sviðum þegar kemur að rekstri og þróun iðnaðar. Sérþekking okkar getur komið fyrirtækjum á þessum sviðum að gríðarlegu gagni þegar kemur að hæfni-, stjórnunar- eða viðskiptaþróun.

Lestu meira um vöruhönnun og -framleiðslu

GIS & Innviðir

Áralöng reynsla okkar og viðamikil þekking á sviðinu gerir okkur kleift að bjóða nútíma lausnir til handa fyrirtækjum innan GIS og innviða. Stór hluti starfs okkar fer fram innan BIM þar sem við aðstoðum fyrirtæki við framkvæmd daglegra verkefna.

Lestu meira um GIS & Innviði

Fjölmiðlar & Afþreying

Í dag er til staðar tækni til að skapa stórkostlegar brellur innan afþreyingariðnaðarins. Við bjóðum nýjustu lausnir sem gera viðskiptavinum okkar kleift að skapa magnaða útkomu.

Lestu meira um Fjölmiðla & Afþreyingu

Vinnslumannvirki

Sérfræðingar okkar í vinnslumannvirkjum aðstoða á hverjum degi fyrirtæki með réttri þekkingu, skilvirkum vinnsluaðferðum og bestu tæknilausnunum. Við erum með áralanga reynslu í aðstoð og þróun verkefna á ýmsum sviðum.

Lestu meira um Vinnslumannvirki

Rørbæk & Møller Architects

Við erum afskaplega ánægð með þá aðstoð sem NTI veitti okkur þegar verið var að innleiða BDOC. Við unnum mjög náið með NTI þegar komu upp vandkvæði eins og oft vill verða þegar ný kerfi eru tekin í notkun. NTI hefur einnig aðstoðað við ýmis tækifæri til að tryggja hagkvæmasta uppbyggingu strax í upphafi.

Torben Møller

BYGGINGARVERKFRÆÐINGUR

Verum í góðu sambandi.

Árni Guðmundur Guðmundsson

Sölustjóri NTI á Íslandi (Sales Manager)

+354 6998202