Hvað breytist með nýja innkaupaferlinu hjá Autodesk?
Hér á þessari síðu höfum við safnað saman helstu upplýsingum sem gott að vita fyrir viðskiptavini okkar svo þeir verði betur upplýstir um nýja innkaupaferlið.
Vefnámskeið um nýja innkaupferliðHvað mun breytast?
Frá og með 16. september 2024 mun Autodesk senda tilboð í endurnýjanir og reikninga sem tengjast vörum Autodesk með tölvupósti. Autodesk mun taka við greiðslu og sjá um innheimtuna. Ef þú ert viðskiptavinur Autodesk Flex gætirðu kannast við ferlið þar sem það er það sama.
Það sem ekki mun breytast er að NTI heldur áfram að vera þinn trausti ráðgjafi og senda þér tilboð í Autodesk hugbúnað og kerfi.
Hvernig getur þú undirbúið þig:
Tryggðu að þú sért tilbúinn að taka á móti og greiða reikninga frá Autodesk í stað NTI. Ef fyrirtækið þitt er með innkaupadeild, gætir þú þurft að skrá Autodesk sem birgja áður en hægt er að taka við reikningum frá Autodesk. Þú getur skráð Autodesk sem birgja á þessari síðu. Ef reikningar eru ekki greiddir á réttum tíma geturðu átt í hættu að missa aðgang að Autodesk hugbúnaðinum þínum. Hér fyrir neðan finnur þú svör við nokkrum algengum spurningum. Ef þú hefur aðrar spurningar er þér alltaf velkomið að hafa samband við NTI.
Nýtt innkaupaferli (FAQ)
Er þetta nýja innkaupaferli fyrir allar vörur?
Nei, eftirfarandi vörur eru undanskildar frá þessari breytingu:
Assemble Enterprise, Assemble Office, Assemble P6 Connect Office, Assemble P6 Connect Project, Assemble P6 Connect Region, Assemble Procore Connect Office, Assemble Procore Connect Project, Assemble Procore Connect Region, Assemble Project, Assemble Region, Assemble (Account-Based), Autodesk Construction Operations Bundle (Account-Based), Autodesk Preconstruction Bundle (Account-Based), Autodesk VDC Bundle (Account-Based), Autodesk Within Medical, BC Pro - International, Bid Board Pro - International, BIM 360 Build - Packs, BIM 360 Cost, BIM 360 Enterprise, BuildingConnected BC Pro, BuildingConnected Bid Board Pro, BuildingConnected TradeTapp, CAM Services, CFD - Premium, Construction Cloud - Connect, FlexSim, Maya with Softimage, PlanGrid, PlanGrid - Add-On, PlanGrid - Crane, PlanGrid - Dozer, PlanGrid - Enterprise, PlanGrid - Nailgun, PlanGrid - Services, Post Processor - Premium, PowerInspect Premium, PowerInspect Ultimate, PowerMill Premium, PowerMill Standard, PowerMill Ultimate, PowerShape Premium, PowerShape Standard, PowerShape Ultimate, ProEst Cloud Subscription, ProEst Costbook, Pype Autospecs, Pype Autospecs & SmartPlans, Pype Bundle, Pype Closeout, Pype Closeout & eBinder, Pype eBinder, Pype SmartPlans, Structural Bridge Design, VRED Core, VRED Render Node.
Hvað get ég gert til að undirbúa mig?
Vinsamlegast hafðu samband við NTI tengiliðinn þinn. Við getum stutt þig í gegnum ferlið, hjálpað við að setja upp aðganginn þinn og tryggt að þú farir rétta leið frá byrjun.
Nýkaup, viðbótarleyfi eða breytingar á núverandi áskriftum?
Þú getur haldið áfram að kaupa og leita tilboða í Autodesk hugbúnað með því að vera í sambandi við NTI. Þú verður áfram í beinu sambandi við ráðgjafa þinn hjá NTI eða keypt í gegnum vefverslun okkar. Þegar tilboð hefur verið staðfest verður pöntunin send til Autodesk sem mun senda þér reikning og staðfestingarpóst. Autodesk sér um innheimtuna.
Við erum opinber stofnun. Á nýja innkaupaferlið við okkur?
Opinberar stofnanir, ríki og sveitarfélög, geta haldið áfram án breytinga eða skoðað nýja innkaupaferlið. Ríkisstofnanir geta haldið áfram án breytinga. Ef þú vilt vita meira um nýja innkaupaferlið, vinsamlegast hafðu samband við NTI.
Get ég greitt með íslenskum krónum?
Nei, eftir 16. september verður ekki lengur hægt að greiða með íslenskum krónum þegar pantað er leyfi frá Autodesk en nú er opið fyrir kortaviðskipti. Allar greiðslur verða í Evrum. Vinsamlegast tryggið að þið séuð undirbúin fyrir þessa breytingu til að forðast truflanir á innkaupferlinu.
Help with buying: https://www.autodesk.com/eu/customer/help
Greiðslur og innheimta?
Autodesk mun taka við öllum greiðslum og sjá um innheimtu.
Autodesk sem mun senda reikning og staðfestingarpóst. Autodesk sér um innheimtuna. Ekki verður send krafa í banka.
Allar greiðslur verða í Evrum. Kortaviðskipti, Paypal, direct debit, iDEAL, Sofort or Giropay.
Help with buying: https://www.autodesk.com/eu/customer/help
Áskriftir og endurnýjun
Hvernig skal bregðast við endurnýjun áskrifta?
Við munum hafa samband við þig varðandi allar endurnýjanir eins og venjulega. Ef þú hefur einhverjar spurningar áður en sá tími rennur upp þá vinsamlega hafðu samband við okkur.
Getur NTI hjálpað við að hafa umsjón með leyfunum mínum?
Já, við getum það. Vinsamlegast hafðu samband við NTI.
Verður hægt að endurnýja öll Autodesk-leyfi á sama degi?
Já. Vinsamlegast hafðu samband við NTI fyrir aðstoð.
Hvernig mun ég geta endurnýjað NTI lausnir?
Eins og alltaf er allt fyrir utan Autodesk vörur enn meðhöndlað af NTI.
Mun eitthvað breytast með Autodesk Flex tokens?
Nei, það verður óbreytt enn sem komið er.
Greiðsla og reikningar
Þarf ég að breyta greiðsluupplýsingum mínum?
Hvernig set ég upp Autodesk sem birgja í kerfinu okkar?
Allar upplýsingar sem þú þarft til að setja upp Autodesk sem birgja í kerfinu þínu og vera tilbúinn fyrir greiðsluvinnslu eru aðgengilegar hér. Ef frekari upplýsingar eru nauðsynlegar fyrir innkaupateymið þitt, vinsamlegast hafðu samband við tengiliðinn þinn hjá NTI.
Hvaða greiðsluskilmála býður Autodesk upp á?
Greiðsluvalkostir* eru:
Reikningur – 30 daga greiðslufrestur
Debetkort
Paypal
Kreditkort
*Greiðsluvalkostir geta verið mismunandi eftir landi.
Fáum við strax aðgang þegar við borgum með reikningi í gegnum Autodesk-reikninginn okkar?
Já. Vinsamlegast samþykktu tilboðið og veldu greiðsluleiðina, og þá geturðu fengið aðgang.
Verða NTI viðbætur, þjálfun, þjónusta o.s.frv. sýnileg á Autodesk tilboðinu?
Nei, það verður sér reikningur frá NTI. Autodesk hefur ekki stjórn á því sem við bjóðum upp á.
Getur Autodesk vísað til kaupbeiðni á reikningi?
Þegar valið er að borga með reikningi getur þú bætt kaupbeiðni upplýsingum beint inn í greiðsluportalið
Skilmálar og skilyrði
Hverjir eru skilmálar og skilyrði Autodesk?
Skilmálar og skilyrði Autodesk má finna hér
Tengiliður
Mun NTI vera áfram aðal tengiliðurinn minn?
Já, NTI mun áfram veita ráðgjöf og leiðbeiningar um Autodesk og aðra valkosti til að finna bestu lausnina fyrir fyrirtæki þitt.
Ef ég hef spurningar um áskriftir mínar, hvern á ég að hafa samband við?
Vinsamlegast hafðu samband við NTI

Einhverjar spurningar?
Hafðu samband við okkur og leyfðu okkur að aðstoða þig.

Sölustjóri NTI á Íslandi (Sales Manager)
+354 5371945