Skip to main content Search

Sveigjanlegir kennslumöguleikar

Markmið okkar er að hjálpa viðskiptavinum að ná hámarksfærni á tólin sem þeir vinna með. Við einblínum því á að auka hæfni til langstíma litið og sjáum við stöðuga aukningu á þekkingu sem náttúrulegan þátt í viðskiptum.


Ný þekking ætti að skila sér samstundis til fyrirtækisins þíns og vera sjálfbær til langstíma litið. Okkar kennslunálgun byggist á blöndu af nútíma kennsluaðferðum sem auðveldar að finna rétta námskeið eftir þínum þörfum.

Við búum yfir meira en 30 ára reynslu við að kenna fólki á CAD, BIM, iðnað, hönnun og framkvæmdir. Við höfum kennt yfir 10'000 manns allsstaðar á Norðurlöndunum.

Hefðbundin staðbundin námskeið með kennara eru í boði í kennslustofu eða á vefnum.

Vefnámskeið
education-in-teams-black-100.png

Námskeið með kennara eru í boði annaðhvort staðbundin eða á vefnum og bjóða uppá eitthvað fyrir hvern sem er - óháð kunnáttu og iðnaði. Með reyndum kennurum sem eru sérfræðingar á sínu sviði, veitum við þér hæfni og vinnuaðferðir sem leiða til skilvirkari vinnudags. Námskeiðin eru haldin í minni hópum, þar sem hver og einn fær þann tíma sem þarf.

Finndu vefnámskeið í boði hér

E-learning
E-learning-black-100-circle.png

E-Learning er fullkomið fyrir þann sem vill hafa stöðugan aðgang að aðstoð og þekkingu 24/7 og vera stöðugt að þróa og halda við þekkingu. Veldu úr yfir 100 námskeiðum, hönnuð samkvæmt blönduðum kennslureglum. Sérsniðnar lærdómsleiðir sem eru búnar til eftir því hvar þínir veikleikar liggja. Þú færð viðbótarforrit í t.d. Autodesk hugbúnaðinn þinn og ert með námskeiðið samtvinnað því.

Lestu meira um e-learning hér

Vottorð
certification-black-100.png

Vottorð er opinber viðurkenning á faglegri kunnáttu þinni og er öflug leið fyrir fyrirtækið þitt að skara fram úr. Það er mögulegt að fá vottun í flestum Autodesk vörum. Með því að öðlast vottorð, ávinnur sér nemandinn rétt til að kalla sig "Autodesk Certified Professional" og fær vottun og merkimiða sem hægt er að nota á LinkedIn eða undirskriftinni í tölvupóstum. 

Lestu meira um vottorð hér

Verum í góðu sambandi

Sláðu á þráðinn eða sendu línu

Árni Guðmundur Guðmundsson

Sölustjóri NTI á Íslandi (Sales Manager)

+354 5371945