Við byggjum framtíðina með þér
NTI hefur verið virkt innan byggingariðnaðarins frá tímum pappírsteikninga yfir í CAD og nú BIM. Við búum yfir djúpri þekkingu og reynslu af umfangsmiklum byggingarverkefnum og styðjum viðskiptavini okkar, stóra og smáa, í þróun á öruggri og skilvirkri áætlunar- og mannvirkjagerð.
Hraður vöxtur innan byggingariðnaðarins er okkur mikil áskorun
Vöxtur í byggingarframkvæmdum er aftur kominn í hæstu hæðir, sem er mikil áskorun í mannvirkjagerð þegar kemur að framleiðni. Ein af aðferðum til að skila meira byggingamagni með sama eða minna vinnuframlagi er STAFVÆÐING á aðferðum, verkferlum og samstarfsháttum. NTI er í fremstu röð í þessari þróun og hefur um langa hríð einblínt á hvernig megi þróa lausnir sem tryggja enn frekari stafvæðingu með notkun annarrar kynslóðar BIM-verkfæra. NTI vinnur jafnframt með nýjustu þróun þegar kemur að mótun mannvirkjalíkana með stikaðri aðferð (parametric method), sem og snjallhönnun sem ber nafnið Computational & Generative Design, en í henni fer gervigreind nú að vera hluti af tækninni við líkanasmíði. Hafðu samband við NTI og fáðu frekari upplýsingar!
Which industry are you in?
Að byggja með BIM
Oft heyrist að „réttu verkfærin letti vinnuna um helming." Þetta á sannarlega við þegar kemur að byggingaráætlun mannvirkja, en margt annað kemur til sem hefur áhrif á skilvirkni áætlunarinnar og gæði útkomunnar.
Innanhúslagnir og -tæki
NTI er leiðandi birgðafyrirtæki BIM-lausna fyrir tæknilega áætlunargerð í Norður Evrópu. Lausnir okkar og heildarþekking á iðnaðinum hafa fleytt okkur þangað sem við erum í dag og ekki síst náin samvinna okkar við viðskiptavini.
Verktaki
Fer meirihluti vinnu þinnar fram á byggingarsvæðum eða tengist hún slíkri starfsemi á einhvern hátt? Ef svo er getur þú hagrætt vinnudegi þínum verulega með notkun á stafrænum lausnum okkar og sérþekkingu þannig að vinnudagurinn verði mun fyrirsjáanlegri og skilvirkari.
Verum í góðu sambandi.
Sölustjóri NTI á Íslandi (Sales Manager)
+354 5371945