Skip to main content Search

Innanhúslagnir og -tæki

Construction

NTI er í fararbroddi þegar kemur að BIM-lausnum fyrir áætlanagerð og skipulag lagna- og loftræstihönnunar. Lausnir okkar, þekking og ekki síst náið samstarf við viðskiptavini hafa leitt okkur þangað sem við erum stödd í dag.

BIM stendur fyrir hágæða áætlanagerð sem felur í sér mikla  gagnadeilingu og endurnýtingu á gögnum. BIM er starfsaðferðafræði, en NTI selur og framleiðir lausnir sem lagaðar eru að henni.

Lykilatriði hjá okkur eru raunsönn áætlanagerð og hlutleysi þegar kemur að vöruvali. Þetta kemur viðskiptavinum að gagni við útboð, áætlunargerð, as-built modelling og Lifecycle BIM. Vörugrunnur MagiCAD, þar sem eru nú fleiri en 1.000.000 mismunandi framleiðsluvörur var frá upphafi byggður í þessum tilgangi. 

NTI er með umboð fyrir Progman í Danmörku, Íslandi, Noregi og Þýskalandi. Progman þróar MagiCAD í nánu samstarfi við viðskiptavini og birgja. Progman er í fararbroddi á heimsvísu þegar kemur að BIM-áætlanagerð fyrir innanhúslagnir og -búnað en fyrirtækið er hluti af Glodon samsteypunni sem er með um 4000 starfsmenn.

NTI eykur styrk Autodesk og lausnir Progmans með eigin forritum. Dæmi um þetta er NTI TOOLS og NTI CONNECT, sem er  grunnur í skýinu sem gerir manni kleift að safna gögnum frá öllum þrepum byggingarferilsins á einn stað. Auk þess verður í þessu forriti unnið samkvæmt kröfum Stafræns byggingariðnaðar til að tryggja möguleika á framtíðar ský-lausnum. Með þessari lausn verður allt „as built“-efni geymt á einum og sama stað, þar sem BIM-líkanið þitt mun alltaf vera nýjasta útgáfan/seinasta uppfærslan og þar sem þú hefur alltaf aðgang að besta 3D-viewer forriti frá Autodesk. Í gegnum NTI CONNECT hefur þú ávallt beint aðgengi að 3D-líkönum og teikningum óháð því í hvaða landi eða borg þú ert.

Pípulagnir og loftræsting

Möguleikarnir í MagiCAD spara okkur mikinn tíma við áætlanagerð og munar þar sérstaklega um íhluti og lagnaeiningar ásamt miklum fjölda bættra valkosta. Þú færð aðstoð í upphafi við að stofna verkefnið gegnum staðlaðar staðsetningar. Þegar þú mótar mannvirkið getur þú nýtt þér fjölda valkosta sem spara þér mikinn tíma við hönnun og breytingar á kerfum þínum. Einnig er mikill tímasparnaður í sjálfvirkri teikningagerð á grundvelli lögunar líkansins. Greiður aðgangur að íhlutalistum, textun og upplýsingafærslu auðveldar alla vinnu og leiðir til betri gæða í lokaafurðinni.

Þegar lagnaefni og lagnaleiðir hafa verið valin má áætla kerfin og reikna þau út með fáeinum smellum. Jafnframt getur þú gert hljóðáætlun fyrir t.d. loftræstikerfi út frá þínum teikningum.

Hönnun rafkerfis

MagiCAD býður upp á framúrskarandi aðferðir við að móta lagnarennur, töflur, slökkvara og tengi. Einnig færðu aðgang að dönskum staðalmerkingum, en ef þú skyldir vilja aðrar og fleiri er einnig möguleiki á að bæta við eigin 2D-merkingum. Samþætting með birtuútreikningaforritinu Dialux gefur þér góðan útgangspunkt fyrir val á staðsetningu ljósastæða, en þú getur einnig nýtt þér aðra valkosti þegar kemur að staðsetningu ljósa og annars búnaðar.

Þú getur valið að setja líkanið þitt fram í tvívíddarteikningum eða í þrívíddarlíkönum. Breyting úr mynd með útskýringum yfir í þrívíddarmynd er gert með fáeinum smellum. Einnig hefur þú í MagiCAD greiðan aðgang að breytanlegum magnlistum, auðveldum textunarmöguleikum sem og möguleika á gagnafærslu.

Hafir þú tæknilega spurningu þá starfa hjá NTI tækniráðgjafar sem geta aðstoðað þig, t.d. verkfræðingar fyrir áætlanagerð, byggingartæknifræðingar, arkitektar og aðrir með byggingartæknilegan bakgrunn.

Hafðu endilega samband við okkur og við ræðum óskir þínar og áskoranir. Við finnum sameiginlega bestu lausnirnar fyrir einmitt þitt verkefni!

Fyrirtækið hefur dafnað af því við vinnum af fagmennsku

- og af því að okkur hefur tekist að vinna með sömu traustu viðskiptavinina um langt árabil. Um leið leggjum við ofuráherslu á að fá til okkar hárrétta starfsfólkið, en þetta hefur haft í för með sér að „neðsta þrepið“ hjá okkur er gífurlega hátt. Einnig hefur það haft í för með sér að við höfum náð verulega góðum árangri á faglega sviðinu með því að nýta okkur háþróuðu tæknina í Revit og grunnmöguleikana í nýjum verkfærum eins og NTI TOOLS og NTI CONNECT. Þessi forrit hafa þegar sannað verðgildi sitt en eiga eftir að verða enn öflugri verkfæri fyrir okkur á næstkomandi árum.

Emil Edvardsen

BIM Manager - INGENIØR'NE

Verum í góðu sambandi.

Árni Guðmundur Guðmundsson

Sölustjóri NTI á Íslandi

Reykjavík - Ísland

+354 6998202