Þrívíddarskönnun - afritun raunheima
Skráðu stafrænt, skoðaðu og mældu upp með 3D leysiskönnun þannig færðu nákvæm skjalfest gögn sem hægt er að nýta við nýframkvæmdir, breytinar, gæðastjórnun, viðhald, skipulag o.s.frv.
Helstu kostir þrívíddarskönnunar fyrir bygginga- og framleiðsluiðnað:
Nákvæmni og smáatriði
Skönnun færir okkur hárnákvæm gögn af raunheimum, byggingum, svæðum og mannvirkjum. Þetta dregur úr hættu á villum, sparar tíma með því að koma í veg fyrir endurteknar mælingar og tryggir áreiðanleg gögn fyrir verkefnaáætlanir.
Árangursríkt og tímasparandi
Skanngögn spara bæði tíma og fyrirhöfn þar sem þau gera okkur kleift að hafa öll gögnin aðgengileg án þess að þurfa að fara fram og til baka til að skoða viðfangsefnið. Auk þess má auðveldlega flytja þau inn í CAD- og BIM-forrit.
Bætir samstarf
Auðvelt er að deila skanngögnum með öðrum í teyminu, við erum með gögnin og getum sýnt og deilt þeim með öðrum.
Öryggi
Með skönnun er hægt að fanga byggingar, svæði og mannvirki sem getur verið erfitt að komast að og jafnvel hættulegt. Í dag er hægt að skanna sjálfvirkt með vélmennum.
Hvað er stafrænar tvinnanir?Stafrænar tvinnanir eða afritun á raunhveimum er algeng aðferð í arkitektúr, verkfræði, smíði og framleiðslu. Stafrænar tvinnanir eru 1:1 birtingarmynd af byggingum, mannvirkjum, inni og úti rýmum, svæðum eða verksmiðjum. Með stafrænu afriti er hægt að líkja eftir ýmsum aðstæðu, greina árekstra, fínstilla hönnun og skipuleggja framkvæmdir áður en hafist er handa við verkefnið. |

Þrívíddarskönnun og sjálfbærni
3D skönnun styður við sjálfbæra nálgun í byggingar- og framleiðsluiðnaði. Skannlausnir eru gott verkfæri og hjálpa til við þróun í átt að meiri sjálfbærni:
- Hámarkar nýtingu
- Dregur úr ferðakostnaði
- Skilvirkari aðfangakeðja
- Lengir líftíma vara með nýrri tækni
- Bætir árekstrastjórnun, finnum villur fyrr
- Bætir orkunýtingu
Auk þess sem skanngögn, stafrænar tvinnanir, bæta eftirlit, viðhald og skipulagningu sem getur lengt líftíma bygginga og mannvirkja og dregið úr hráefnafrekum endurbótum.
Með þrívíddarskönnun verður til framtíð þar sem ákvarðanataka byggir á nákvæmum gögnum, virku samstarfi og umhverfisvænni nálgun.
Það sem NTI getur boðið varðandi þrívíddarskönnun
Þrívíddarskönnun er að gjörbreyta því hvernig byggingar- og framleiðsluiðnaðurinn skipuleggur, framkvæmir og viðheldur byggingum og verksmiðjurýmum. Til að tryggja okkar viðskiptavinum hárnákvæm og ítarleg gögn bjóðum við hjá NTI hug- og vélbúnaðarlausnir í fremstu röð.
Okkar vélbúnaður er með því allra besta sem völ er á í dag, bæði hvað varðar leysi- og myndskanna. Við erum með skanna frá FARO, Leica og Matterport.
Við sérhæfum okkur í að vinna úr skanngögnum svo auðvelt sé að flytja þau yfir og vinna með í Autodesk lausnum einsog Inventor, Plant, Navisworks, ReCap, ACC, Revit, Civil 3D o.fl. Svo getum við einning boðið okkar viðskiptavinum upp á skönnum þ.e., mætum og skönnum, auk þess leigjum við út skannlausnir.
Hafðu samband og fáðu frekari upplýsingar
Þrívíddarlíkön og DWG-skrár
Við bjóðum upp á hágæða BIM-líkön og DWG-skrár sem auðvelt er að taka við og vinna áfram með í margskonar CAD-lausnum einsog Revit, Inventor, ArchiCAD, SketchUp, 3D Plant, Civil 3D, AutoCAD o.fl. Þessi gögn eru unnin upp úr skannverkum sk. punktaskýum, sem safnað er með leysskönnum og Matterport myndskönnun. Gögnin bjóða upp á nákvæm stafræn líkön sem falla vel að þörfum okkar viðskiptavina.
Hafðu samband og fáðu frekari upplýsingar.

Hvað skannlausn hentar best?
Það hvaða skannlausn hentar fer mikið eftir kröfum hvers og eins og hverjar þarfirnar eru hverju sinni. Við leggjum mesta áherslu á tvær lausnir sem henta mismunandi verkefnum og ólíkum þörfum.
NTI er Leica Geosystems BLK Premium Partner |
NTI er Matterport Elite Plus Partner |
Hafðu samband
Við erum mjög öflug í skannlausnum og höfum marga sérfæðinga sem búa yfir mikilli reynslu og þekkingu bæði á skönnun og úrvinnslu skanngagna. Hafðu endilega samband, kostar ekkert alveg án allrar skuldbindingar, og kynntu þér þá möguleika sem við höfum upp á að bjóða.

Kerfisráðgjafi
+354 866 8941