Skip to main content Search

Svona dregur SMJ úr ferðatíma og villum með þrívíddarskönnun og ACC

Construction

Hvernig er hægt að lágmarka ferðalög, bæta nákvæmni í verkefnum og fá verkefnastjóra fyrr inn í ferlið með góðum árangri? Ráðgjafar innan verkfræðinga SMJ segja hér frá því hvernig þrívíddarskönnun og Autodesk Construction Cloud (ACC) hafa gjörbylt vinnubrögðum þeirra og um leið gert þau sjálfbærari.

Áskorun

SMJ vildi minnka ferðalög, hagræða handvirkum ferlum, lágmarka villur og skapa betri yfirsýn yfir verkefnin fyrir verkefnastjórana.

Lausn

Með því að innleiða þrívíddarskönnun og ACC getur SMJ nú safnað nákvæmum gögnum frá byggingarsvæðum í einu og deilt þeim sín á milli á stafrænu þrívíddarsniði.

Niðurstöður

SMJ hefur dregið úr ferðalögum og koltvísýringslosun með því að forðast endurteknar heimsóknir á byggingarsvæði og hafa verkefnisstjórar góða yfirsýn yfir þrívíddarlíkönin í ACC sem hefur aukið nákvæmni og dregið úr villum.

Í dag leggur SMJ mesta áherslu á stafræn gögn og vinnuflæði ásamt sjálfbærni í sinni starfsemi. Lykilþættir í þessari vegferð SMJ er þrívíddarskönnun og Autodesk ACC, með þessum verkfærum auka þeir skilvirkn, nákvæmni og sjálfbærni.

Allt frá handvirkum ferlum til nákvæmra líkana í þrívídd.

Áður en SMJ innleiddi þrívíddarskönnun fóru allar mælingar fram handvirkt á vinnusvæðinu og allt skráð á blað. Þessi vinnuaðferð kostaði margar ferðir fram og til baka, til að vera alveg viss um að öllum mælingum sé lokið. Svo þurfti að skrá allt upp þegar á skrifstofuna var komi.  

Með þrívíddarskönnun er mögulegt að búa til nákvæma mynd af byggingarsvæðinu, strax í fyrstu heimsókn, sem síðan er hægt að skoða, deila og vinna með á stafrænu formi. Þetta hefur m.a. leitt til þess að verkefnastjórar taka meiri þátt í verkefnum frá upphafi, þar sem þeir geta unnið með nákvæm þrívíddarlíkön sem dregur mjög úr villum og árekstrum. Þetta er gríðarlega mikilvægt fyrir SMJ því með nákvæmari gögnum og greiningum geta þeir þjónustað sína viðskiptavini enn betur – sjálfur segir Kristian:

"Við sjáum það greinilega að viðskiptavinum okkar líkar mjög vel að vinna með okkur því með skannlausnunum og þrívíddarlíkönum getum við sýnt viðskiptavinum okkar hvernig lokaafurðin kemur til með að vera."

ACC – augljóst samstarfsvettvangur

Með Autodesk Construction Cloud (ACC), hefur SMJ fínstillt vinnuferla sína. Áður en þeir tóku ACC í notkun voru skjöl og skrár send fram og til baka á milli verkefnastjóra og annarra hagsmunaaðila, sem var bæði tímafrekt og ónákvæmt ferli. Þetta leiddi til mikilla tafa og oft var mikið um villur. Í dag er hægt að nálgast allar skrár og teikningar stafrænt, sem flýtit mjög fyrir samþykktarferli og tryggir að verkefnin eru rétt frá upphafi.

Sjálfbærni er eitt af grunngildunum

SMJ hefur gert sjálfbærni að órjúfanlegum hluta af þeirra aðferðum. Með því að nýta sér þrívíddarskönnun og stafrænar aðferðir ACC geta þeir dregið verulega úr CO2-losun, m.a. með því að lágmarka ferðalög og tryggja að verkefnin séu unnin á skilvirkari og nákvæmari hátt frá upphafi. Gott dæmi um þetta er verkefni sem þeir eru með á Grænlandi. Um þetta segir Kristian O. Andreasen:

„Við erum í hitaveituverkefni á Grænlandi. Þegar við fórum þangað í fyrst skiptið í nokkra daga skönnuðum við allt svæðið með þrívíddarskanna. Síðan fórum við aftur á skrifstofuna og höfum unnið að verkefninu síðan, heima í Færeyjum. Svona vinnuaðferðir hjálpa okkur mikið við að draga úr kolefnisfótspori okkar þar sem við þurfum ekki að ferðast fram og til baka. Sérstaklega svona langt í burtu eins og til Grænland.“

Með því að nota þessar stafrænu lausnir fær SMJ einnig nákvæmari mynd af því hvað og hversu mikið af efni á að nota í verkefnin, þannig að þeir geti valið sjálfbær byggingarefni og minnkað þar með kolefnisfótsporið enn frekar.

Jafnframt hvetur SMJ viðskiptavini sína til að velja lausnir sem styðja við aukna sjálfbærni og hringlaga hagkerfi - sérstaklega þegar fjallað er um framkvæmdir, fráveituvatn, úrgangsstjórnun og umskipti yfir í endurnýjanlega orkugjafa.

 

Framtíðin er björt

Áhersla SMJ á stafræna væðingu og sjálfbærni tryggir að það dragi ekki aðeins úr kostnaði og losun koltvísýrings heldur færa þessar aðferðir þeim samkeppnisforskot á markaðnum einkum hvað varðar framtíðarkröfur til bygginga og innviði. Með NTI sem samstarfsaðila og þeirra öflugu skannlausna og lausna frá Autodesk, stendur SMJ sem spennanid samstarfsaðili fyrir viðskiptavini sem eru að leita að nýstárlegum og sjálfbærum lausnum.

Hlynur Garðarsson

Kerfisráðgjafi

+354 866 8941