Skip to main content Search

NTI COMANAGE

Miðstýrð BIM-gögn, tryggið skýra gagnastjórnun og styrkið vinnuferla í öllum verkþáttum og milli fagsviða.

Skilvirk BIM-gagnastjórnun með NTI COMANAGE

 

Kannastu við þær áskoranir sem fylgja því þegar verkefnagögn eru dreifð yfir mismunandi skjöl, skráartegundir og forrit? Það getur leitt til minni skilvirkni, tap á mikilvægum upplýsingum og ruglings meðal verkefnateyma.

Til að einfalda og gera vinnudaginn þinn skilvirkari höfum við þróað NTI COMANAGE.

NTI COMANAGE er skýjalausn fyrir BIM-gagnastjórnun sem miðlar öllum verkefnaupplýsingum á einum áreiðanlegum stað. Þannig hafa allir í teyminu alltaf aðgang að nýjustu gögnum. Með notendavænum aðgerðum sem gera okkur kleift að skoða og vinna með bæði 3D líkön og nákvæm gögn þá hjálpar NTI COMANAGE teymum að efla samstarf, draga úr villum og auðvelda ákvarðanatöku.

Vettvangurinn NTI COMANAGE er tilvalin lausn meðal annars fyrir

Verkfræðinga

Arkitekta

BIM- og hönnunarstjóra

Verkefnastjóra

Hér eru þrír helstu kostirnir við NTI COMANAGE

Skilvirkni og tímasparnaður

NTI COMANAGE hjálpar til við að straumlínulaga vinnuferla þvert á fagsvið, sem sparar dýrmætan tíma og eykur framleiðni allra sem taka þátt í verkefninu.

Aukið gegnsæi

Með NTI COMANAGE færðu heildaryfirsýn yfir verkefnið, sem gerir það einfaldara að fylgjast með gangi mála og tryggja að allt teymið noti uppfærðar og réttar upplýsingar.

Færri villur og sparnaður

Sjálfvirkir ferlar og miðlæg gagnastjórnun hjálpa til við að draga úr villum og lækka kostnað vegna handvirkra mistaka og gera þér kleift að einbeita þér að því sem skiptir mestu máli – verðmætasköpun.

Einstakir kostir NTI COMANAGE

NTI COMANAGE sameinar öfluga eiginleika sem einfalda verkefnastjórnun, styrkja samstarf milli fagsviða og leysa úr helstu áskorunum í verkefnavinnu.

Miðlæg vistun gagna

Áskorun

Verkefnagögn eru oft dreifð yfir mörg kerfi, sem gerir það erfitt að fá heildaryfirsýn og tryggja að allir vinni með nýjustu upplýsingarnar.

Lausn

Með NTI COMANAGE eru öll verkefnagögn sameinuð á einum vettvangi, sem tryggir að þú og samstarfsfélagar þínir hafið alltaf aðgang að nýjustu og réttum upplýsingum – þannig að allir vinni með rétt gögn frá upphafi til enda verkefnisins.

Skilvirk sjónræn framsetning líkanna og gagna

Áskorun

Það getur verið tímafrekt og villugjarnt að nálgast ítarleg gögn án þess að opna BIM-líkönin, sem gerir vinnuna óhagkvæma.

Lausn

NTI COMANAGE veitir auðveldan aðgang að ítarlegum gögnum úr líkaninu í notendavænu viðmóti þar sem gögnin birtast í töfluformi. Þannig sparast tími, nákvæmni eykst og ekki nauðsynlegt að opna BIM-líkönin.

Bætt samstarf

Áskorun

Mörg verkefni glíma við léleg eða takmörkuð samskipti eða samstarf milli fagsviðaþ Það getur leitt til ýmissa vandamála svo sem einangrunar og misskilnings.

Lausnin

NTI COMANAGE brýtur niður einangrun með rauntíma samstarfsverkfærum sem gera teyminu kleift að deila gögnum á skilvirkan hátt og tryggja að allir hagsmunaaðilar séu á sömu blaðsíðu. Vettvangurinn styður við samvinnu allra aðila í rauntíma, sem eykur skilvirkni og dregur úr hættu á villum.

Sjálfvirknivæðing og stöðlun

Áskorun

Það getur verið bæði flókið og tímafrekt að tryggja að farið sé að reglum og að verkferlar séu staðlaðir.

Lausn

NTI COMANAGE hjálpar þér að uppfylla reglur og staðla verkferla með innbyggðum sniðmátum sem spara tíma og draga úr hættu á villum.

Sjálfbærniforsendur í NTI COMANAGE

 

  • NTI COMANAGE styður sjálfbærar ákvarðanir með því að veita teyminu innsýn til að reikna út kolefnisfótspor og framkvæma lífsferilsgreiningar (LCA), svo hægt sé að taka upplýstar og markvissar sjálfbærniákvarðanir.

  • Með NTI COMANAGE er hægt að skoða líkön frá ólíkum fagsviðum á einum stað, sem veitir ábyrgum aðilum greiðan aðgang að nauðsynlegum gögnum fyrir sjálfbærnireikninga.

  • Þú getur sett upp staðlaðar töflur með nauðsynlegum gagnasniðmátum til að straumlínulaga gagnasöfnunarferlið og tryggja hindrunarlausan aðgang að gögnum, sem stuðlar að skilvirkari vinnuferli.

Ertu forvitinn að vita meira?

Viltu kynna þér NTI COMANAGE nánar?

Fylltu út formið og við höfum samband við þig eins fljótt og auðið er. Ef óskað er, bjóðum við einnig kynningu á hugbúnaðinum.

Við styðjum lítil, meðalstór og stór fyrirtæki í byggingargeiranum með meðal annars:

  • Ráðgjöf
  • Hugbúnaðarlausnum
  • Þjálfun og námskeið
  • Tæknilegan stuðning / þjónustulínu

Forvitin/n að vita meira?

Viltu vita meira um NTI COMANAGE?

Sláðu á þráðinn eða sendu línu

Árni Guðmundur Guðmundsson

Sölustjóri NTI á Íslandi

Reykjavík - Ísland

+354 537 1945