AutoCAD – Grunnnámskeið
Þetta er grunnnámskeið og fyrsta námskeiðið í röð AutoCAD-námskeiða hjá okkur.
Námskeiðið er ætlað hönnuðum, tækniteiknurum, iðnaðarmönnum og öðrum sem nota AutoCAD í daglegu starfi, en vilja styrkja grunnþekkingu sína í 2D-teikningu og komast hratt og örugglega af stað í notkun forritsins.
Markmið
Að loknu námskeiði hefur þú trausta þekkingu á viðmóti AutoCAD og getur nýtt forritið á markvissan og skipulagðan hátt í gegnum allt teikniferlið – frá fyrstu línu til fullbúinnar prentunar.
Þú munt:
- Geta teiknað og breytt tvívíðum teikningum
- Nýta teiknihluti, ritstýringartól og stjórnun laga
- Setja inn texta og málsetningar
- Búa til og nota blokkir
- Setja upp layout og prenta teikningar
- Hafa innsýn í möguleika þrívíddarvinnslu í AutoCAD
Þátttakendur námskeiðs fá:
- Hádegismatur og hressingar í pásum og kaffi/te.
- Aðgang að tölvu með öllum nauðsynlegum hugbúnaði
- Aðgang að vefkennslusvæðinu My NTI Academy
- Stafrænt vottorð að námskeiði loknu.
Hjá My NTI Academy færð þú aðgang að:
- Námsefni á stafrænu formi.
- Yfirsýn á öll þín stafrænu vottorð.
- Gagnlegar upplýsingar um hugbúnaðinn þinn og fleira tengdu.
- Reglulega uppfærð tips&tricks frá sérfræðingum NTI.
- Þátttakendur geta bæta við Global e-learning áskrift á sérkjörum.
Praktískar upplýsingar
Dagsetning: Skráning stendur yfir!
Lengd: þrír dagar milli kl. 09:00-16:00
Staðsetning: Skrifstofa NTI, Skeifan 19, 4. hæð, 108 Reykjavík.
Verð: kr. 178.000,-
- Sérkjör fyrir viðskiptavini NTI, námsfólk og atvinnuleitendur.
- Flest stéttarfélög niðurgreiða námskeið hjá NTI.
- Námsefni á ensku og kennsla á íslensku.
Verum í góðu sambandi
Sláðu á þráðinn eða sendu línu

Árni Guðmundur Guðmundsson
Sölustjóri NTI á Íslandi (Sales Manager)
+354 5371945