Skip to main content Search


Grunnnámskeið í Bluebeam Revu- Mælingar og magntökur

Á þessu námskeiði færðu góða yfirsýn yfir Bluebeam Revu og hvernig hægt er að nýta hugbúnaðinn til að vinna markvisst með PDF-skjöl í byggingargeiranum. Sérstök áhersla er lögð á mælingar og magntökur og hvernig draga má út gögn yfir í Excel og PDF. Námskeiðið hentar þeim sem vilja spara tíma, draga úr villum, skjalfesta magntökur og nýta Bluebeam Revu á skilvirkan hátt í sínum verkefnum.

Markmið

Að námskeiði loknu munt þú hafa traustan skilning á viðmóti Bluebeam Revu, kunna að framkvæma nákvæmar mælingar og magntökur og flytja gögn yfir í Excel eða PDF. Þú færð líka góða yfirsýn yfir hvernig hægt er að nýta hugbúnaðinn í samvinnu við aðra.

Á námskeiðinu verður farið yfir:

  • Bluebeam Revu hugbúnaðinn (útgáfan "Complete")

  • Tool Chest og hvernig á að nýta hana

  • Mælingar og magntökur

  • Útdráttur gagna yfir í Excel og PDF

  • Yfirlit yfir aðrar útgáfur af Bluebeam Revu

 

Þátttakendur námskeiðs fá:

  • Aðgang að vefkennslusvæðinu My NTI Academy
  • Stafrænt vottorð að námskeiði loknu.

Hjá My NTI Academy færð þú aðgang að:

  • Námsefni á stafrænu formi.
  • Yfirsýn á öll þín stafrænu vottorð.
  • Gagnlegar upplýsingar um hugbúnaðinn þinn og fleira tengdu.
  • Reglulega uppfærð tips&tricks frá sérfræðingum NTI.

Praktískar upplýsingar

Dagsetning: 11. febrúar 2026

Lengd: Einn dagur milli kl. 09:00-16:00

Staðsetning: Online.

Verð: kr. 78.000,-

  • Sérkjör fyrir viðskiptavini NTI, námsfólk og atvinnuleitendur.
  • Flest stéttarfélög niðurgreiða námskeið hjá NTI.
  • Námsefni á ensku og kennsla á ensku.

 

course-500x375.jpg

Taka frá sæti eða skráning á námskeið hér!