Revit með MagiCAD Piping
Á þessu námskeiði kennum við lagnahönnun í Revit með MagiCAD. Námskeiðið byrjar á því að fengið er módel í hendurnar frá arkitekt og burðarþolshönnuði. Það er svo verkefnið lagnahönnuðar / verkfræðings / verktakans að búa til lagnalíkan. Þátttakandi lærir sjálfstæða hönnunarvinnu, útreikninga og undirbúning fyrir útgáfu/prentun.
Markmið
Markmið námskeiðsins er að koma þátttakendum af stað með verkefni byggða á líkani eða teikningu frá arkitekt og burðarþolshönnuði. Eftir að hafa lokið námskeiðinu, mun þátttakandinn hafa öðlast þekkingu á að teikna raflagnir með Revit MEP og MagiCAD og hvernig samvinna með arkitektum og verkfræðingum fer fram í Revit. Þetta er verklegt námskeið með bóklegu ívafi.
- Kynning á tilgangi og kostum upplýsingamódels (BIM).
- Tenging (link) Revit líkana og samstilling líkanna
- Undirbúningur fyrir pípulagnauppsetningar: ofnakerfi þ.m.t. útreikningar, niðurföll og úðarar.
- Snið, skýringarmyndir og magntökur
- Sérsniðun á 2D og 3D sjónræningu
- Uppsetning til útgáfu, undirbúningur teikninga fyrir prentun, IFC, dwg ofl. export.
Þátttakendur námskeiðs fá:
- Hádegismat, hressingar í pásum og kaffi/te.
- Aðgang að tölvu með nauðsynlegum hugbúnaði
- Aðgang að vefkennslusvæðinu My NTI Academy
- Stafrænt vottorð að námskeiði loknu.
Hjá My NTI Academy færð þú aðgang að:
- Námsefni á stafrænu formi.
- Yfirsýn á öll þín stafrænu vottorð.
- Gagnlegar upplýsingar um hugbúnaðinn þinn og fleira tengdu.
- Reglulega uppfærð tips&tricks frá sérfræðingum NTI.
Praktískar upplýsingar
Dagsetning: Skráning stendur yfir!
Lengd: 2+3 dagur, kl. 9:00 - 16:00 (2 dagar Revit MEP - Staðnám + 2 dagar MagiCAD Piping - Online + 1 dagur MagiCAD Common - Online).
Staðsetning:Skrifstofa NTI, Skeifan 19, 4. hæð, 108 Reykjavík+Online.
Verð: kr. 298.000,-
Sérkjör fyrir viðskiptavini NTI, námsfólk og atvinnuleitendur.
Styrkir: Flest stéttarfélög niðurgreiða námskeið hjá NTI.
Námsefni og kennsla á ensku.
Verum í góðu sambandi
Sláðu á þráðinn eða sendu línu

Sölustjóri NTI á Íslandi
Reykjavík - Ísland
+354 537 1945