Skip to main content Search


Grunnnámskeið á Revit Architecture

Þetta námskeið veitir þér innsýn í "BIM-heiminn" með Revit. Hér lærir þú setja saman parametrískt 3D-líkan frá grunni þar sem helstu aðgerðir í Revit koma við sögu. Þetta veitir nemandanum breiðan skilning á undirstöðureglum og virkni Revit. 

Markmið

Á námskeiðinu verður "teiknað" módel af skrifstofubyggingu á tveimur hæðum. Helstu þáttum gerð góð skil frá fyrstu drögum til afhendingar teikninga og módels. 

  • Kynning á BIM
  • Líkanagerð á 3D-líkani í mismunandi miklum smáatriðum
  • Uppsetning á deilum, sniðum, útlit og sjónarhornum (e. perspectives)
  • Skema og magntökur
  • Uppsetning til að prentunar
  • Samvinna með öðrum fagaðilum
  • Kynning á viðeigandi NTI Tools vörum

Eftir námskeiðið munu þátttakendur vera vel í stakk búnir til að fara af stað með verkefni í Revit.

Þátttakendur námskeiðs fá:

  • Hádegismatur og hressingar í pásum og kaffi/te.
  • Aðgang að tölvu með öllum nauðsynlegum hugbúnaði
  • Aðgang að vefkennslusvæðinu My NTI Academy
  • Stafrænt vottorð að námskeiði loknu.

Hjá My NTI Academy færð þú aðgang að:

  • Námsefni á stafrænu formi.
  • Yfirsýn á öll þín stafrænu vottorð.
  • Gagnlegar upplýsingar um hugbúnaðinn þinn og fleira tengdu.
  • Reglulega uppfærð tips&tricks frá sérfræðingum NTI.
  • Þátttakendur geta bæta við Global e-learning áskrift á sérkjörum

Umsagnir frá þátttakendum námskeiðsins

„Námskeiðið var einmitt það sem mig vantaði eftir að hafa horft á mikið af efni á netinu. Að fá kennara til að útskýra hlutina persónulega skiptir miklu máli. Ég lærði helling af þessu námskeiði og myndi hiklaust mæla með þessu fyrir þau sem eru að byrja."

„Ég hef í nokkur ár hugsað um að ég þurfi að koma mér upp þekkingu í Revit. Þó ekki væri nema að geta opnað módel, tekið snið og rýnt það sem aðrir eru að gera. Það er sjaldan tími til að leggjast yfir að læra af myndböndum, eða kennslubókum, án þess að það séu vinnutengd verkefni. Grunnnámskeiðið hjá NTI leiddi mig fyrstu skrefin þannig að ég get byggt á þeirri þekkingu sem ég fékk á námskeiðinu fyrir verkefni í framtíðinni.“

Praktískar upplýsingar

Dagsetning: 26., 27. janúar og 2., 3. febrúar 2026

Lengd: fjórir dagar milli kl. 09:00-16:00

Staðsetning: Skrifstofa NTI, Skeifan 19, 4. hæð, 108 Reykjavík.

Verð: kr. 218.000,-

  • Sérkjör fyrir viðskiptavini NTI, námsfólk og atvinnuleitendur.
  • Flest stéttarfélög niðurgreiða námskeið hjá NTI.
  • Námsefni á ensku og kennsla á íslensku.

 

course-500x375.jpg

Taka frá sæti eða skráning á námskeið hér!

Verum í góðu sambandi

Sláðu á þráðinn eða sendu línu

Árni Guðmundur Guðmundsson

Sölustjóri NTI á Íslandi

Reykjavík - Ísland

+354 537 1945