Skip to main content Search

 

Solibri Office – Framhaldsnámskeið

 
Þetta námskeið er sjálfstætt framhaldsnámskeið frá grunnnámskeiðinu fyrir Solibri Office. Þátttakendur fá forsendur til að vinna með BIM líkan í tengslum við eftirlit með byggingu eða hönnun með því að nota og laga innbyggðar reglur. Farið er yfir nokkrar aðferðir til að flytja út IFC módel frá Revit og skoðað hvernig þau eru sett upp á besta máta. Sérstaklega er hugað að því hvernig breytur sem óskað er eftir eru fluttar út á réttan hátt. Jafnframt er unnið að uppsetningu upplýsingaöflunar úr líkaninu og sjálfvirkri beitingu til flokkunar.

Markmið

Að loknu námskeiði hefur nemandinn víðtæka þekkingu á innbyggðum reglusöfnum og getur myndað sér aðlöguð reglusöfn. Auk þess fæst betri þekking á útflutningi til IFC frá Revit. Hægt er að vinna upplýsingar og magn út frá eigin sniðmátum.

Undirbúningskröfur

Þátttakendur verða að vera með grunnþekkingu á Solibri sem svarar til þess sem kennt er í námskeiðinu Solibri Office grunnnámskeið.

Þátttakendur námskeiðs fá:

  • Hádegismatur og hressingar í pásum og kaffi/te.
  • Aðgang að öllum nauðsynlegum hugbúnaði
  • Aðgang að vefkennslusvæðinu My NTI Academy
  • Stafrænt vottorð að námskeiði loknu.

Hjá My NTI Academy færð þú aðgang að:

  • Námsefni á stafrænu formi.
  • Yfirsýn á öll þín stafrænu vottorð.
  • Gagnlegar upplýsingar um hugbúnaðinn þinn og fleira tengdu.
  • Reglulega uppfærð tips&tricks frá sérfræðingum NTI.

Umsagnir frá þátttakendum námskeiðsins

Mæli sterklega með þessu námskeiði í alla staði, góður kennari sem kom þessu vel til skila. Ég tel að þetta komi sér mjög vel í framtíðinni og er það þegar byrjað að skila sér."

Praktískar upplýsingar

Dagsetning: Haust 2025 Skráning stendur yfir!

Lengd: 1 dagur kl. 9:00-16:00.

Staðsetning: Skrifstofa NTI, Skeifan 19, 4. hæð, 108 Reykjavík.

Verð: kr. 78.000 kr.

  • Sérkjör fyrir viðskiptavini NTI, námsfólk og atvinnuleitendur.
  • Styrkir: Flest stéttarfélög niðurgreiða námskeið hjá NTI.
  • Námsefni á ensku og kennsla á ensku.

course-500x375.jpg

Taka frá sæti eða skráning á námskeið hér!

Verum í góðu sambandi

Sláðu á þráðinn eða sendu línu

Árni Guðmundur Guðmundsson

Sölustjóri NTI á Íslandi

Reykjavík - Ísland

+354 537 1945