Skip to main content Search

 

Solibri Office – Grunnnámskeið

 
Þetta námskeið er grunnnámskeið fyrir Solibri Office. Námskeiðið hjálpar þátttakendum við að ná grunnþekkingu til að vinna með þrívíddarupplýsingalíkan á IFC formi í Solibri Office. Með því að flytja inn eina eða fleiri IFC skrár er búið til 3D upplýsingalíkan.Í Solibri Office er hægt að greina líkanið með því að setja upp yfirlits mynd, þysja um, meðhöndla hluti, skoða eiginleika, setja inn athugasemdir, setja inn málsetningar og finna upplýsingar. Í fullkomu greiningarformi er hægt að yfirfara líkanið leita eftir villum eða árekstrum með því að nota fyrir fram skilgreind reglusett. Niðurstöður úr greiningunni eru túlkaðar og árekstrar einangraðir meðal annars með því að búa til myndsett. Upplýsingar, svo sem magn er hægt að draga fram og lista upp. Þessu öllu er skipulega, sjónrænt og haganlega tekið saman í skýrsluútdrætti. 

Markmið

Eftir námskeiðið er hægt að meðhöndla IFC líkön í Solibri Office sem og hægt er að vafra um þau, búa til útdrætti og sækja upplýsingar. Að þátttakendur fái hald góða þekkingu á reglum og geti nota fyrir fram skilgreindar reglur til að rýna BIM líkön. Að vinna upplýsingar og magn út frá núverandi sniðmátum.

Þátttakendur námskeiðs fá:

  • Hádegismatur og hressingar í pásum og kaffi/te.
  • Aðgang að öllum nauðsynlegum hugbúnaði
  • Aðgang að vefkennslusvæðinu My NTI Academy
  • Stafrænt vottorð að námskeiði loknu.

Hjá My NTI Academy færð þú aðgang að:

  • Námsefni á stafrænu formi.
  • Yfirsýn á öll þín stafrænu vottorð.
  • Gagnlegar upplýsingar um hugbúnaðinn þinn og fleira tengdu.
  • Reglulega uppfærð tips&tricks frá sérfræðingum NTI.

Umsagnir frá þátttakendum námskeiðsins

Mæli sterklega með þessu námskeiði í alla staði, góður kennari sem kom þessu vel til skila. Ég tel að þetta komi sér mjög vel í framtíðinni og er það þegar byrjað að skila sér."

Praktískar upplýsingar

Dagsetning: Haust 2025- Skráning stendur yfir!

Lengd: 1 dagur kl. 9:00-16:00.

Staðsetning: Skrifstofa NTI, Skeifan 19, 4. hæð, 108 Reykjavík.

Verð: kr. 78.000 kr.

  • Sérkjör fyrir viðskiptavini NTI, námsfólk og atvinnuleitendur.
  • Styrkir: Flest stéttarfélög niðurgreiða námskeið hjá NTI.
  • Námsefni á ensku og kennsla á ensku.

course-500x375.jpg

Taka frá sæti eða skráning á námskeið hér!

Verum í góðu sambandi

Sláðu á þráðinn eða sendu línu

Árni Guðmundur Guðmundsson

Sölustjóri NTI á Íslandi

Reykjavík - Ísland

+354 537 1945