Skip to main content Search

Skilvirk skráning bygginga með 3D-skönnun í Þórshöfn, Færeyjum.

Construction Facilities Management

Þrívíddarskönnun er frábær leið til að flýta fyrir mælingum á byggingum. Hér má lesa um hvernig Þórshafnarbær skrásetur margar af byggingum bæjarins með FARO 3D-skanna og hvernig þau geta svo nýtt gögnin í framtíðinni við rekstur og viðhald.

Áskorun

Þórshafnarbær á um 180 byggingar, þar sem í flestum tilvikum vantar uppfærðar teikningar.

Lausn

Með 3D-skönnun fá þau nákvæmar mælingar á byggingum og staðsetningum, sem nýtt eru við rekstur og viðhald á eignunum.

Niðurstöður

"Í framtíðinni er auðveldara fyrir okkur að skipuleggja rekstur og viðhald, breytingar og útboð til endurbóta og þrifa, auk þess hvernig við stjórnum rýmunum."

Óli S. Ludvig hefur verið lykilmaður í innleiðingu stafrænna lausna við rekstur og viðhald í Þórshöfn sl. 10 ár. Ferlið hófst árið 2015 og nú er svo komið að við öll brýn og fyrirhuguð verkefni er beitt skipulagðri nálgun  með NTI FM eignaumsjónarkerfi. NTI FM er stafrænt eignaeftirlistkerfi sem inniheldur alla þá þætti sem þurfa að vera til staðar við rekstur á fasteignum.

Í dag á Þórshafnarbær 180 byggingar, þar á meðal skrifstofubyggingar, skóla, hjúkrunarheimili og slökkvistöðvar.

Hverjir koma fram í greininni?

Óli S. Ludvig, byggingafræðingur hjá Þórshafnarbæ.

Af þessum 180 byggingum þá eigum við ekki teikningar af þeim öllum. Og í öðrum tilfellum eru teikningarnar gamlar, ekki uppfærðar og aðeins tiltækar í AutoCAD eða PDF. Þetta getum við ekki sætt okkur við,“ segir Óli.

Mikil þörf var á því að uppfæra teikningar úr 2D í 3D, svo allt verði tiltækt í Autodesk Revit eða 3D.

Þess vegna er FARO 3D-skönnun mjög góð aðferð til að skrásetja, mæla og sýna byggingarnar

Í Þórshafnarbæ hefur verið rætt um þann möguleika að uppfæra teikningar byggingadeildarinnar með því að þrívíddarskanna og sýna byggingar og fasteignir bæjarins.

„Þess vegna gerðum við samning við NTI um að prufuskanna eina af okkar byggingum, áður en hafist var handa höfðum við farið yfir væntingar okkar til niðurstaðna úr þrívíddarskönnuninni,“ útskýrir Óli.

Grunnmyndirnar hér að neðan voru notaðar til að skipuleggja 3D-skönnunina með tilliti til uppstillinga og tíma.

Þetta felur í sér óskir um að endanlegt líkan innihaldi gögn sem hægt er að flytja beint yfir í NTI FM eignaumsjónarkerfið; upplýsingar um gólfefni, veggi, útveggi, loft, þök, auk fjölda dyra og glugga, bæði inni og úti. Einnig upplýsingar um fastan búnað í eldhúsum, baðherbergjum o.s.frv.

Með aðstoð ráðgjafa frá NTI var valin bygging í eigu Þórshafnarbæjar til að skanna. Punktaskýið frá 3D-skönnuninni var mjög nákvæmt og ítarlegt. Skanngögnin voru síðan unnin áfram í FARO SCENE svo hægt væri að vinna með þau í Revit.

Lokamarkmiði er svo að fá gögnin úr hinu endanlega Revit-líkan yfir í NTI FM. Við erum enn í byrjunarfasa verkefnisins og ekki alveg komin á þennan stað í dag, til að halda áfram þurfum við meiri ráðgjöf, “útskýrir Óli og bætir við; „okkur langar að fá  upplýsingar m.a. um yfirborð á t.d. veggjum og loftum í Revit-líkani og flytja þessar upplýsingar yfir í NTI FM.

Að vera hluti af teyminu og hafa tekið þátt í skannverkefninu hefur verið mjög lærdómsríkt fyrir Óla og samstarfsaðila hans, sem hafa einnig lært mikið í ferlinu:

„Það sem við höfum lært er að það er mikilvægt að huga að nákvæmni 3D-gagnanna. Oft þarf millimetra nákvæmni en stundum eru sentimetrar nóg? Allt eftir verkefninu og hvað við ætlum okkur með gögnin. Í  upphafi er mikilvægt að vita með vissu hvernig gögn við þurfum og hvað á að gera með þau. Svo þarf að huga að hvaða hugbúnað á að nota við eftirvinnslu gagnanna.“

Hér sést byggingin sem átti að skanna.

Frá 3D-skönnun til Revit og áfram inn í NTI FM

Tilgangur skannverkefnisins, auk þess að uppfæra teikningar, var líka sá að nota gögnin við rekstur og viðhald, stjórnun og skipulag rýma m.a. til að hámarka nýtingu lands. Auk þess sem líkönin virka sem ,,eins og byggt-skjölun’’ (as built), í tengslum við útboð.

Óli útskýrir:

„Skanngögnin munu nýtast okkur mjög vel um ókomna tíð. T.d. í tengslum við útboð á þrifum, þar sem við höfum öll nauðsynleg gögn á einum stað, eins og m2 fjölda, yfirborð og fastan búnað. Einnig við breytingar og viðgerðir, þar sem við getum sótt upplýsingar um hluti eins og dyr og glugga í Revit-líkanið, ef þarf að lagfæra eða skipta út. Auk þess sem við getum auðveldlega skipulagt rekstrar- og viðhaldsverkefni með nákvæmum upplýsingum um staðsetningar og að hámarka nýtingu á fasteignum bæjarins.“

Þrívíddarskönnun hefur heldur betur sannað gildi sitt í þessu verkefni fyrir Þórshöfn í Færeyjum. Í framtíðinni ráðgera þau að skanna allar fasteignir í eigu bæjarins m.a. til að uppfæra teikningar og gögn um byggingar og nýta svo sömu gögn við rekstur og viðhald eignanna.

 

Hafðu samband

Hlynur Garðarsson

Kerfisráðgjafi

+354 866 8941