Skip to main content Search

Svona heldur sveitarfélagið Kolding utan um framkvæmdagögn frá upphafi til rekstrar.

Construction

Hvað gerir maður þegar maður er ekki endilega hlynntur stórum - og vanalega dýrum – fáguðum lausnum en kýs fremur einfaldar lausnir sem byggja á hugbúnaði sem er nú þegar til staðar ? Sveitarfélagið Kolding kaus að hafa samband við NTI.

Þessi ákvörðun bar ríkulegan ávöxt - með samvinnu milli Carsten Gotborg frá Kolding Kommune og Peter Tranberg frá NTI.

Áskorun

Áður fyrr voru öll byggingaframkvæmdagögn færð handvirkt á Word-sniði yfir í stýrikerfið. Þetta var áskorun með tilliti til þess að fá allar viðeigandi upplýsingar og gögn með í kerfið.

Lausn

Sveitarfélagið Kolding ákvað að nýta sér þau tól sem voru nú þegar innan handar og  þróa einfalda lausn sem tryggir að ráðgjafar og verktakar afhendi rétt gögn.

Niðurstöður

Tæknimennirnir hjá sveitarfélaginu Kolding geta sparað sér mikinn tíma með því að hafa allar viðeigandi upplýsingar í stýrikerfinu. Að vísu skapar þetta meiri vinnu fyrir þá aðila sem þurfa að afhenda meiri upplýsingar og breyta verkferlum.

Við gerum okkur grein fyrir eftirfarandi atriðum: Meira að segja lítil mistök og gallar geta haft í för með sér mikinn kostnað ef þau uppgötvast ekki í tæka tíð. Af þessum sökum hefur sveitarfélagið Kolding í samvinnu við NTI skapað lausn sem bætir samskiptin við ráðgjafa og verktaka og upplýsir þá um óskir sveitarfélagsins fyrir byggingarframkvæmdir með kostnað upp á meiri en 20 milljónir króna.  Markmiðið er að ná utan um öll framkvæmdagögn frá upphafi til rekstrar.

Í rauninni snýst þetta um að NTI hefur hjálpað sveitarfélaginu Kolding með því búa til ICT-tækniforskriftir og afhendingarforskriftir sem gefa upp hvað afhendingargerðir skuli koma fram í þrívíddarlíkönunum. Þetta á að eiga sér stað í IFC-líkönum með sundurliðuðum gögnum. Verklýsingin inniheldur lista yfir þætti og forskriftir sem skulu vera með (gólf, loft, þak, hurðir, gluggar, loftræstingarkerfi, hita-, loftræstingar- og hreinlætistækni o.s.frv.).  

Dalby Skólinn. Arkitekt: NOVA5. Verkfræðingar:  OBH Ráðg. Verktakar.

Það er mikilvægt að öll gögn séu afhent á sama máta. Í þessu skyni hefur NTI þróað nokkur hjálpartól fyrir ráðgjafa. Hjálpartólin er að finna í Revit-skrá sem inniheldur eiginleika og leiðbeiningar um það hvernig maður tekur eiginleikana úr skránni og kemur þeim fyrir í eigin Revit-skrá. Þetta þýðir að ráðgjafarnir geti á auðveldan máta byrjað á því að fylla upp í þessa eiginleika. Einnig hafa verið gerðar leiðbeiningar um það hvernig hægt sé að flytja yfir í IFC.

 

Langt ferli hófst árið 2016

Sveitarfélagið Kolding byrjaði að vinna með stafræn gögn árið 1997.

Skjalavistun á sér stað í Word-skrá og tólið er ennþá notað fyrir minni verkefni. Áskorunin felst í því að þessi nálgun er ekki dýnamísk. Sveitarfélagið Kolding óskaði ekki eftir því að kaupa dýrt og fágað FM-tól. Hinsvegar vildi sveitarfélagið nota þau stýrikerfi sem voru nú þegar til staðar hjá því.   

IKT-tilskipunin flýtti fyrir mörgum þáttum - og þar á meðal 3D hlutanum.

Samkvæmt IT-verkefnisstjóranum og BIM- samhæfingarstjóranum Carsten Gotborg    óskar sveitarfélagið eftir því að nota straumlínustjórnun í rekstrarmati og að það verði eins auðvelt og mögulegt er: ”Við viljum fá aðferðatól sem er viðráðanlegt fyrir bæði ráðgjafa og byggingaverktaka. Við viljum einnig að ferlið verði sjálfvirkt svo að hin mismunandi kerfi geti talað saman.  Það verður mögulegt að fletta upp öllum viðeigandi upplýsingum um tiltekna eign þegar það verður búið að auðga atriðin í stýrikerfinu. Þetta geta t.d. verið tryggingar, lagaákvæði eða hólf fyrir einstaka byggingahluta”.

Við erum sem stjórnendur við hinn endann á borðinu og eigum samkvæmt því að kippa í spottanna. Annars gerist ekkert.

Við getum ekki ætlast til þess að viðskiptafélagar okkar framkvæmi nema að þeir fái fyrirmæli um það.

Carsten Gotborg

 

Árið 2016 byrjaði sveitarfélagið Kolding ferli með Peter Tranberg frá NTI þar sem sveitarfélagið Kolding hafði þörf fyrir því að leggja drög að heildarhugmynd í kringum IKT-tilskipunina – og þar á meðal afhendingu til kerfisins.

”IKT-tilskipunin hefur verið hluti af því að takast á við áskoranir og höfum við notað tilskipunina til að búa til forskriftir sem tengjast framkvæmdum. Það er lögð mikil áhersla á rekstrarhlutann. Þetta hefur verið langt ferli og hef ég verið mjög ánægður að hafa Peter Tranberg frá NTI með í því ferli. Annars hefði ekki verið mögulegt að klára verkefnið”, segir Carsten Gotborg.

 

Þetta hafa ráðgjafarnir að segja

NOVA5 arkitektar og OBH Ráðgj. Verkfræðingar A/S hafa báðir verið með í framkvæmdunum á Dalby skólanum. Þetta er eitt fyrsta verkefnið sem er keyrt í gegn með nýja kerfinu og þeir eru á engan hátt feimnir við að bjóða í svipuð verkefni.

Samstiga greina þeir frá því að þetta hafi verið krefjandi verkefni sem hafi stuðlað að metnaðarfullri afstöðu Koldings sveitarfélagsins til framtíðarstarfssemi byggingarmagnsins.  

 ”Til þess að byrja með gátum við ímyndað okkur að verkefnið væri svo stórt og svo mikið færi í það en eftir aðalframkvæmdirnar var verkefnið viðráðanlegt. Þetta er vegna samvinnu við OBH-hópinn sem hefur lagt sitt af mörkum til viðhalda stöðugri þróun í framkvæmdunum.

Það hefur verið spennandi – og krefjandi – að vera einir af þeim fyrstu í þessu ferli og Carsten Gotborg og Peter Tranberg frá NTI hafa veitt mikla hjálp við að útkljá mál ráðgjafateymisins. Halda þarf utan um mikið magn gagna og við munum hafa í huga í framtíðinni hvernig við getum byggt upp líkanið á snjallari hátt í svipuðum verkefnum”.

Dennis Aabling-Thomsen, NOVA5 arkitekter

 

”Þetta hefur verið stórt en spennandi verkefni og það er augljóst hvernig sveitarfélagið getur notað þetta í starfsemi sinni. Það hafa verið hindranir á veginum en ráðgjafarteymið hefur yfirstigið þær og samvinnan við NOVA4 hefur verið gjöful fyrir verkefnið. Við nálguðumst verkefnið saman með NOVA5 á jákvæðan hátt og Kolding sveitarfélagið hefur verið tilbúið til að aðlaga sig þegar það hefur verið þörf á því .  

Það sem skipti sköpum er að Kolding sveitarfélagið gerði skýrt grein fyrir óskum sínum. Ef byggingarverktaki vill fá brons þá fær hann það. Ef hann vill gull þá fær hann það – ef hann getur gert skýrt grein fyrir kröfunum sínum. Kolding sveitarfélagið hefur skilgreint nákvæmlega kröfurnar sínar og fengið gullið sem það óskaði eftir.   

Fundirnir sem við höfum átt með Kolding sveitarfélaginu hafa verið mjög gjöfulir og sú staðreynd að Peter Tranberg frá NTI hefur verið innan handar hefur þýtt að við höfum getað útkljáð tæknilegar og raunverulegar áskoranir á staðnum.

Við höfum öll fengið betri grunn sem teygir anga sína til bæði undirverktaka og byggingarsvæðisins”.

Katja Walther og Lasse Andersen, OBH Rådg. Ingeniører A/S 

Tekið á móti IFC-skrám í Solibri

Ef notast er við Revit fær maður góða hjálp til að búa til rétta IFC-skrá; ráðgjafarnir samþykkja Revit-líkanaskránna (plugin) sem tryggir að réttu eiginleikarnir yfirfærist. Í ofanálag afhendist vörpunarskrá sem tryggir að IFC-skráin sé rétt.

Carsten Gotborg greinir frá því að þegar sveitarfélagið Kolding tekur á móti gögnum þá eru þau lesin inn í Solibri og vörpunarskrá sér til þess að öll viðeigandi gögn safnist saman á einum stað: ”Við hreinsum upplýsingar í Solibri út frá ákveðnum viðmiðum. Þetta hljómar einfalt en er það alls ekki. Þetta krefst þess að ráðgjafarnir og verktakinn breyti verkferlum sínum þegar við sem byggingaverktaki köfum niður í gagnamagnið og athugum hvort við fáum það sem við höfum beðið um.

Sem byggingaraðili þurfum við að vera vissir um að gögnin séu rétt og í því formi sem þau eiga að vera áður en við förum í útflutningshlutann þar sem sem verktakinn á að auðga gögnin frekar með kerfisupplýsingum.

 

Þrjár handbækur

Þrjár handbækur hafa verið þróaðar til þess að tryggja að ráðgjafarnir séu undirbúnir fyrir verkefnið. Um er að ræða afhendingarforskrift og tvær handbækur í samþykkisprófun.

Gögnin sem á að afhenda er skipt upp í fimm stig– sem veltur á því hvar í ferlinu maður er staddur. Þessu er lýst ítarlega í afhendingarforskriftinni.  

Með Solibri getur maður stöðugt gert svokallað”Information Takeoff”, sem er flutt út í Excel-skrá. Þessi skrá er síðan yfirfærð í samþykkisprófunartól.

Þetta tól gerir það mögulegt að rannsaka hvort allt sé afhent á réttan hátt í mismunandi fösum. Þetta þýðir að ráðgjafar geti fengið tilkynningu um villur og galla snemma í ferlinu. 

Carsten Gotborg útskýrir þetta nánar: ”Markmiðið er fólgið í því að aðferðin, sem við notum, felur í sér að við þrýstum aðeins á hnapp. Og þú færð skýrslu um frávik sem byggir á reglusetningu sem hefur verið sett upp – og sendir þessi frávik aftur til sendandans til þess að fá þau felld inn í kerfið. Síðan er hægt keyra nýja skýrslu í gang. Ef allt er með felldu geta gögnin verið yfirfærð í stýri- og viðhaldskerfið.  

Eins og stendur erum við með þrjú verkefni í gangi þar sem við erum að fínpússa kerfið. Við höfum ekki séð aðrar lausnir sem geta keyrt ferlið í gang á sjálfvirkan hátt. Að mínu mati er þetta markmið sem allir eiga að stefna að”.

Ég hef aðeins lof fyrir NTI og samvinnuna með Peter Tranbjerg. Þetta krefst óendanlega mikillar tæknilegrar þekkingar á tæknikerfum. Það er virkilega krefjandi verkefni að setja upp rétta grunninn sem er hægt að miðla til viðskiptafélaga sinna. Þessa þekkingu hefur Peter”.

Carsten Gotborg

Aðferðartól sem er þróað í Excel

Ef hinar einstöku byggingareiningar eru ekki auðgaðar á réttan hátt þá skal skila þeim aftur til sendandans. Hér er mikilvægt að hafa tól sem veitir yfirsýn svo að sendandi og Kolding sveitarfélagið geti átt í uppbyggilegum samræðum. Aðferðartólið er í rauninni bara Excel-módel sem þjappar saman 15-17.000 röðum niður í skilmerkilegt sniðmát og gerir það að verkum að hægt sé að sýna viðskiptafélögunum á einfaldan máta hvort gögn séu röng eða ófullkomin.   

”Það er frábært að sjá hversu auðvelt er að vinna með gögn ef maður heldur sig við þá nákvæmni sem er krafist. Að öðru leyti geta gögn verið gagnslaus.  

Þetta snýst einnig um að fá samstarfsaðilann til upplifa þetta sem góða hugmynd og og hjálp í hversdagsleikanum. Því annars verður erfitt að ljúka verkefninu. Þetta er flókið og narðarlegt efni, segir Carsten Gotborg.

Viltu vita meira?

Hafðu samband við okkur í dag

Árni Guðmundur Guðmundsson

Sölustjóri NTI á Íslandi

Reykjavík - Ísland

+354 537 1945