Skip to main content Search

Svona tengir teymi Moe þvert á fagsvið og landfræðilega fjarlægðir

Nú um stundir sjáum við mikla þróun í verkferlum innan byggingageirans; Einkum hvað varðar samvinnu og samskipti þar sem skýjatæknin skapar nýja möguleika. MOE A/S hefur með Autodesk Construction Cloud (ACC), áður BIM 360 Design, auðveldað og útfært samvinnu, fullkomnað ferla og skipti á líkönum milli skrifstofunnar í Kaupmannahöfn og dótturfyrirtækisins í Manila á Filippseyjum á sem hagkvæmastan hátt.

Áskorun

MOE vinnur á hverjum degi í náinni samvinnu við dótturfyrirtækið í Manila en þeir upplifðu þó mikla erfiðleika sem tengdust líkanaþróuninni í Revit þar sem líkanaskipti áttu sér stað á FTP-þjóni sem skapaði flókið og óviðunandi verkferli.

Lausn

Með BIM 360 Design hefur MOE fundið lausn sem er löguð að þörfum starfsmanna þar sem þeir geta unnið saman í sama Revit-líkani þrátt fyrir mikla landfræðilega fjarlægð á milli þeirra svo lengi sem þeir eru með nettengingu. 

Niðurstöður

”BIM 360 Design hefur umbreytt gagnslausum tíma sem fór í flóknar stjórnsýslutengdar aðgerðir í tíma sem er hægt að eyða í verkefni sem skapa meiri verðmæti. Við höfum sparað okkur einn tíma á dag á hvert verkefni – bæði í Kaupmannahöfn og Manila.”

 

MOE - fjölfaglegt verkfræðifyrirtæki

MOE veitir ráðgjöf til bæði opinberra og almennra kúnna um byggingar, orku, iðnað og innviði. Með 900 starfsmenn sem er dreift á skrifstofur í Denmark og á dótturfyrirtækin í Noregi og Filippseyjum þróar það saman með kúnnum sínum tryggar og virðisskapandi lausnir sem stuðla að sjálfbærara samfélagi. Í desember 2019 tilkynnti MOE að það sé orðið hluti af evrópska Artelia Group.

Hinn alþjóðlegi vinnustaður er orðinn netsamfélag og tæknin gerir það mögulegt í dag að vinna þétt saman með samstarfsfélögum á hinum enda jarðarinnar og tengja þannig fyrirtæki.

Þetta á einnig við í MOE A/S – eitt stærsta og fremsta ráðgjafafyrirtæki í Danmörku á sviði bygginga, orku, iðnaðar og innviða. Fyrirtækið hefur, með sína 900 starfsmenn sem er dreift á skrifstofur í Danmörku og dótturfyrirtæki í Noregi og Filippseyjum ásamt nýlegum samruna við félagið Artelia Group sem eykur fjöldann af samstarfsfélögum í u.þ.b. 6000 hefur fyrirtækið, lagt mikla áherslu á að innleiða nýja tækni í því skyni að bæta samvinnu og búa til skilvirkari verkferla til að þróa tryggar og virðisaukandi lausnir.   

Við erum með dótturfyrirtæki í Manila sem við vinnum náið með og felum því stöðugt verkefni. Þetta eru bæði líkanaverkefni en þó einnig verkefni fyrir verkfræðinga. Við glímdum við sérstaklega miklar áskoranir við líkanagerð í Revit þar sem skipti á líkönum átti sér eingöngu stað á FTP-þjóni,” segir Jesper Trier Henningsen, BIM stjóri hjá MOE.  

Nauðsynlegt er að hafa stafrænar lausnir sem auðvelda teymismeðlimum að eiga í samskiptum og koma á samræðum þvert á þekkingar og landfræðilega fjarlægð þar sem tímamismunurinn er sjö tímar á milli skrifstofunnar í Kaupmannahöfn og skrifstofunnar í Manila og skipst er á verkefnum daglega

Þetta hefur leitt af sér bæði hægt og óviðunandi verkferli sem torveldar samvinnu milli beggja aðila.

”Áður fyrr gekk þetta þannig fyrir sig að þegar fólkið okkar hér í fyrirtækinu í Buddinge í Kaupmannahöfn kláraði að vinna í líkönunum þá flutti það gögnin yfir á FTP-þjóninn. Kollegarnir í Manila höluðu niður líkönum á eigin þjón þegar þeir mættu á morgnana. Þeir unnu svo í þeim þangað til vinnudeginum lauk og fluttu gögnin aftur yfir á FTP-þjóninn, ” segir Jesper.

Þetta sama ferli endurtók sig á hverjum degi. Ekki nóg með það að þetta orsakaði mikla tímaeyðslu og jók hættuna á mistökum ef skiptin á líkönum misheppnuðust sem þýddi að starfsmaðurinn ynni ekki með uppfært efni. Þetta ákveðna ferli hafði einnig í för með sér annað vandamál sem var mjög tímafrekt. Öll líkön þarf að endurtengja í hvert skipti þegar þeim er hlaðið niður – bæði í Kaupmannahöfn og Manila.  

Heildartímasparnaður með BIM 360 Design: Einn klukkutími á dag fyrir hvert verkefni

Með BIM 360 Design hefur MOE fundið lausn sem er löguð að þörfum þess

”Með BIM 360 Design upplifum við hversu auðvelt það getur verið að vinna saman í Revit-líkani – þrátt fyrir landfræðilega fjarlægð sem er á milli skrifstofanna okkar, ” útskýrir Jesper.

 

4 kostir: Með BIM 360 Design styrkist fyrirtækið þitt:

1. Samvinna og tenging milli faggreina og verkefnisteyma

2. Stjórn á réttindum á grundvelli notenda, fyrirtækja, hlutverks, skrá eða mappa.

3.Möguleiki að halda utan um og samræma líkanaafhendingu

4. Möguleiki að sýna breytingar í samsettum líkönum.

Með aðeins nettengingu getur MOE unnið í líkönum á skrifstofum sínum út um allan heim þar sem þau eru öll geymd á skýi. Þetta þýðir að verkaskiptingin virkjast sjálfvirkt þegar kveikt er á BIM 360 Design í Autodesk Revit-lausninni og Revit-líkaninu er hlaðið upp fyrir mismunandi verkefni.

Með u.þ.b. 40 til 50 verkefni í gangi sem er unnið í á hverjum degi þá hefur innleiðingin á BIM 360 Design haft mikið að segja hjá MOE og minnkað þann tíma sem fór áður í það að hlaða upp, hala niður og endurtengja líkön milli skrifstofa.  

”BIM 360 Design hefur verið mikil hjálp og hefur umbreytt gagnslausum tíma sem fór í flóknar stjórnsýslutengdar aðgerðir í tíma sem er hægt að nýta í verkefni sem skapa meiri verðmæti. Við höfum sparað okkur einn tíma á dag á hvert verkefni – þetta á bæði við Kaupmannahöfn og Manila,” segir Jesper.   

Að undanskildu því að MOE hefur fengið miðstýrðan aðgang að líkönum sínum í skýinu og styrkt þannig samvinnu á milli teymanna sinna getur það einnig með hjálp BIM360 Design stýrt og stjórnað réttindum allra notenda. Þetta er gert til þess að réttu notendurnir hafi aðgang að réttum gögnum. 

Draumurinn: að sinna verkefnum frá upphafi til enda á BIM 360-verkvanginum

Autodesk BIM 360-verkvangurinn leysir mörg vandamál sem fyrirtæki glímdu áður við. Fyrirtæki fá nauðsynlegt gagnsæi og stjórn yfir byggingaverkefnum á einum heildstæðum verkvangi – frá upphafi til enda. Þau geta séð líkönin þín á spjaldtölvu og öll gögn eru samstillt í rauntíma með síðustu útgáfunni. Þetta tryggir að framleiðnin eykst og þau ná á sama tíma betri gæðum og samhengi í öllu sem þau gera.

 Draumurinn hjá MOE er einnig fólginn í því að geta sinnt verkefnum frá upphafi til enda með BIM 360-tækninni: ”Ég sé marga kosti við að keyra þetta allt saman á einum verkvangi. Þetta felur m.a. í sér að innleiða BIM 360 DOCS fyrir gagnastjórnun og BIM 360 Coordinate fyrir árekstrarstjórnun. En fyrsta skrefið felst í því að prófa DOCS á næstunni sem gerir það að verkum að við höfum alltaf aðgang að síðustu útgáfum af stafrænum skrám og skjölum,” útskýrir Jesper.   

Þar að auki stendur MOE frammi fyrir spennandi framtíð. Með Artelia með sér í liði er MOE með tól í höndunum sem gerir því kleift að halda áfram þróun fyrirtækisins á nýjum markaði og dreifa sérfræðiþekkingu sinni á sjálfbærri borgar-, og húsnæðis- og orkuþróun út um allan heim; IKT, BIM og stafræn tól munu vera mikilvægasti þátturinn í því að gera samvinnuferla skilvirkari á hinum alþjóðlega vinnustað.  

 

Upplýsingar um Autodesk Construction Cloud -verkvanginn (sem var kallaður fyrir febrúar 2021 BIM 360-verkvangurinn)

Upplýsingar um Autodesk Construction Cloud -verkvanginn (sem var kallaður fyrir febrúar 2021 BIM 360-verkvangurinn)

Docs er grunneiningin sem veitir yfirsýn og innsýn á rauntíma í verkefnið allan tímann svo hægt sé að draga úr mistökum, taka betri ákvarðanir og bæta niðurstöður verkefna.

Build tengir skrifstofuna við byggingasvæðið með samþættum verkvangi þar sem hægt er að meðhöndla frálagsgögn, tékklista, öryggisprófanir, gæðavottanir og gera skýrslugerð og margt annað hagkvæmara.

Coordinate – hér eftir kallað BIM Collaborate – gerir samvinnu og samræmingu BIM-líkansins þvert á fagsvið skilvirkari. Hægt er að útfæra stöðugar árekstrarprófanir, uppgötva árekstra fyrr í ferlinu og sýna líkanið á byggingarsvæðinu til þess að fá bestu niðurstöður.

Design – hér eftir kallað BIM Collaborate Pro – gerir auðvelt að vinna í sama Revit-líkaninu þvert á bæði teymi og fyrirtæki Einnig er hægt að stjórna réttindum á mismunandi stigum svo upplýsingaskipti séu í réttum höndum á meðan öllu ferlinu stendur.

Fáðu frekari upplýsingar um Autodesk Construction Cloud-verkvanginn hér.

Viltu fá að vita meira?

Hafðu samband við okkur í dag

Árni Guðmundur Guðmundsson

Sölustjóri NTI á Íslandi

Reykjavík - Ísland

+354 537 1945