Skilvirkt árekstrareftirlit er nauðsynlegt í flóknum byggingaframkvæmdum
July 2023Maj 2023
NIRAS er búið að fara yfir nýja barnaspítalann í Danmörku, Mary Elizabeth spítalann, með hjálp 3S-BIM-líkana. Þetta tryggir bestu yfirsýn yfir verkefnið.
Stundum getur verið langt á milli raunveruleikans og BIM-líkans og því flóknari sem framkvæmdir eru því meiri hætta er á því að einingarnar í mismunandi römmum falli saman í líkaninu. Ein lausn á þessari áskorun felst í notkun á árekstrareftirliti.
„Það er kostnaðarsamt að leiðrétta mikilvæga árekstra og við spörum okkur mikinn tíma þegar við komum auga á árekstrana snemma í skipulagsferlinu“, greinir Salman Pey frá, sérfræðistjóri í stafvæðingu og BIM hjá NIRAS
BIM-líkönin hafa sína kosti í flóknum byggingarframkvæmdum sem krefjast mikillar uppsetningar eins og t.d Mary Elisabeth Spítalinn sem er stór barnaspítali með 60.000 m2 sem á að reisa við hliðina á Ríkisspítalanum í Kaupmannahöfn þar sem NIRAS gegnir hlutverki ráðgefandi verkfræðistofu.
Auk árekstareftirlits sem kemur auga á mikilvæga galla eins t.d. strengjabakka í gegnum vatnsleiðslur þá hefur NIRAS einnig gert athuganir á viðeigandi aðgengiskröfum. Nánar tiltekið gæti þetta verið fólgið í því að athuga að einingarnar séu ekki fyrir hurðum, að það sé nægileg fjarlægð á milli rafmagnstafla og að það sé pláss á stöðum þar sem setja á hluti upp.
Yfirsýn og þjálfun
„Sameiginlegt 3D-líkan gefur okkur góða yfirsýn á vikulegum skipulagsfundum sem gerir auðvelt að ræða mismunandi lausnir,“ segir Salman.
NIRAS hefur alltaf árekstrareftirlit með í verkferlum sínum. Þetta krefst þess að maður sér til þess frá upphafi að þjálfa fólkið sitt í notkun þess.
„Það gagnast ekkert að reyna að gera þetta einn síns liðs. Allt skipulagsteymið á að hljóta þjálfun og fylgja skal því eftir hvað það hefur lært í kjölfarið,“útskýrir hann.
Hvern er hægt að hitta í greininni?Salman PeySérfræðistjóri - Stafvæðing og BIM hjá NIRAS. Hann hefur áður unnið hjá RA Rambøll, MT Højgaard og E. Pihl og Søn A/S og verið utanaðkomandi lektor hjá DTU. Hann lauk menntun í verkfræði í Tækniháskólanum í Danmörku. |
Verkferlarnir eru í fyrirrúmi
NIRAS hefur framkvæmt árekstrareftirlit út frá staðsetningu til að fá bestu yfirsýn og stjórn - t.d. hefur Niras framkvæmt eftirlit á álmu 2, hæð 2 og hefur síðan „læst“ svæðunum í kjölfarið. Þetta tryggir að enginn breytir neinu í Revit- líkaninu eftir árekstrareftirlitið án þess að ábyrgur aðili hjá IKT og önnur svið sérfræðinga séu upplýst um breytingarnar.
„Verkferlarnir eru í fyrirrúmi svo hægt sé að ná góðum árangri með svo stórt og flókið verkefni eins og barnaspítalinn er,“ útskýrir Salman og bætir við:
„Það er búið að vera tímafrekt að breyta líkönum í IFC og er erfitt að erfitt að keyra áfram líkönin en nú erum við búin að gera ferlið sjálfvirkt. Í byrjun þurftum við að skoða hlutina til að ganga úr skugga um að það kæmu ekki upp villur við skráningu og tap á gögnum.“
Mary Elisabeth Spítalinn… sem er einnig þekktur undir verkefnaheitinu&bdquo „BørneRiget”, er barnaspítali sem á að standa tilbúinn við hliðina á Ríkisspítalanum í Kaupmannahöfn árið 2024. Verkefnið stafar af samstarfi milli Ríkisspítalans, höfuðborgarsvæðisins og Ole Kirk sjóðsins. NIRAS gegnir hlutverk ráðgefandi verkfræðistofu í hospitalsprojektet. Byggingasvæði Mary Elizabeth Spítalans verður u.þ.b.17.900 m2 og svæðið verður að flatarmáli 58.660 m2. Hospitalet mun hýsa 1200 starfsmenn og taka á móti 900 sjúklingum. Spítalinn verður með sex álmur, eða svokallaða „fingur“ og verður níu hæða og næstum því 60 metrar á hæð. |
Krafa um kerfisbundið árekstrareftirlit og lífsferilsgreiningu
Auk árekstrareftirlits notar NIRAS einnig BIM-hugbúnað fyrir magnútdrátt til að fá nauðsynleg gögn fyrir byggingarframkvæmdirnar en einnig fyrir LCA-útreikninga (lífsferilsgreiningar) svo hægt sé að reikna út hvort byggingarframkvæmdirnar séu nægjanlega umhverfisvænar.
Nú þegar árið 2023 eru LCA-útreikningar lögboðinn hluti af byggingarreglugerðum fyrir nýbyggingar sem eru meira en 1.000 m2 – sem t.d. Mary Elizabeths spítalinn fellur undir með sína 58.660 m2.
Skipulagt árekstrareftirlit NIRAS er einn þáttur tilhneigingar sem hefur náð fótfestu í stórum hluta danska byggingariðnaðarins.
Það stóð nú þegar mjög skýrt í tíu ára gamalli IKT- tilskipun frá árinu 2013 að maður ætti að hafa samræmda IKT-samhæfingu og hafa stjórn á magnsupptöku og árekstareftirlit. Einnig ætti maður að hafa kerfisbundið og þverfaglegt árekstrareftirlit sem NIRAS notar í verkferlum sínum. Eða eins og kemur fram í eigin orðum Umsýslustofnunar bygginga ríkisins í Danmörku þá á að tryggja „lágmörkun á göllum í framkvæmdafasanum“ og „bestu mögulegu samhæfingu þvert á starfsgreinar með sjónrænni miðlun á flóknum vandamálum.“

Líkan NIRAS af Mary Elisabeth spítalanum. Lögin sem eru í mismunandi litum skilgreina kerfi í líkaninu og veita mun betri yfirsýn yfir flókna byggingu.
BART kører regeltjek efter BR18
Bart – eller Byggeriets Automatiske RegelTjek – er et projekt, NIRAS påbegyndte tilbage i 2018 i et samarbejde med Københavns Lufthavne. Projektet omhandlede, at specifikke krav fra bygherren blev omsat til maskinlæsbare regler, som man automatisk kunne tjekke i et BIM-program.
Að loknu fyrsta forverkefninu var haldið áfram með verkefnið í samvinnu við m.a. Umsýslustofnun bygginga ríkisins, Tækniháskólann í Danmörku og Háskólann í Kaupmannahöfn og af þessum sökum er í dag hægt athuga samræmi fjölda krafna sem koma fram í BR18.
„Okkur hefur tekist að fella inn í BIM-lausnina mælanlegar reglur í Byggingarreglugerðinni. „Þetta sparar mikinn tíma,“ segir Salman og heldur áfram:
„Þetta á t.d. við lagagreinar um eldsvoða, aðgengi, innréttingar, frárennsli, rakastig og votrými, vatn, loftræstingu ásamt lýsingu og útsýni.“
„Við höfum ekki getað athugað aðrar kröfur sem koma ekki svona skýrt fram í byggingareglugerðinni með BART. En þetta er búið að vera virkilega vel heppnað verkefni og vonum að þetta sé eitthvað sem við getum innleitt í framleiðsluumhverfið okkar og komið því í gang á þessu ári,“ segir Salman.

Myndin er frá skýrslunni: BørneRiget - Legende Logisk (PDF).
Sjálfkeyrandi teymi
NIRAS er með teymi sérfræðinga í stafrænum lausnum. Þeir kenna öðrum samstarfsfélögum í fyrirtækjasamsteypunni og reikna með því að reynsla þeirra af árekstrareftirliti í verkferlum muni nýtast í öðrum framtíðarverkefnum.
„Við erum almennt ánægð með NTI-stuðninginn en NIRAS hefur smám saman þjálfað sérfræðinga svo þörfin fyrir stuðning hefur af þeim sökum verið takmörkuð,“ útskýrir Salman.
Max Thorup Due, verkefnastjóri hjá NTI, gleðst yfir því hversu vel NIRAS hefur nýtt sér árekstrareftirlit í verkefnum.
„Vissulega geta ekki öll fyrirtæki verið eins sjálfkeyrandi og NIRAS,“ segir Max og útskýrir frekar:
„Sem betur fer gátum við boðið þeim upp á góð og ítarleg námskeið og stuðning sem reyndist vera nauðsynlegt.“

Myndin er frá skýrslunni: BørneRiget - Legende Logisk ( PDF).
NIRASNIRAS er ein af stærstu ráðgefandi verkfræðistofum í Danmörku. NIRAS var stofnað árið 1956 og er í dag með 2.600 starfsmenn á sínum snærum Með 7.000 verkefni í gangi sem 59 skrifstofur í Evrópu, Asíu, Afríku, Norður- og Suður-Ameríku stýra er hægt að segja að NIRAS sé alþjóðlegt fyrirtæki. NIRAS vinnur með þeim metnaði að uppfylla markmið Sameinuðu þjóðanna í sjálfbærri þróun og hefur síðan árið 2013 tekið saman og opinberað árlegt loftslagsuppgjör. |

Sölustjóri NTI á Íslandi
Reykjavík - Ísland
+354 537 1945