Mannvirkjaframkvæmd með Autodesk Construction Cloud
📅 Dagsetning: 24. september 2025
🌐 Tungumál: English
Byggðu betur með Autodesk Build og Docs
Autodesk Construction Cloud (ACC) er meira en skýjalausn til að deila líkönum og upplýsingum – þetta er öflugt vistkerfi sem fylgir líftíma byggingarverkefna. Lausnin nær allt frá fyrstu hugmyndum og hönnun yfir í framkvæmd og, ef við á, áfram í rekstur mannvirkja með NTI FM.
Í þessari vefkynningu kynnum við tvö lykilverkfæri innan ACC – skjalastýringarkerfið Autodesk Docs og verkefnastjórnunarkerfið Autodesk Build. Þú færð skýra mynd af því hvernig þessi kerfi geta straumlínulagað samvinnu, aukið öryggi og hjálpað til við að skila verkefnum með betri gæðum, með því að tengja skrifstofu og framkvæmdasvæði á einum stað með rauntímagögnum.
Allt byggir þetta á að halda upplýsingum innan sama kerfis, halda utan um skráningar, auka hagræðingu, auka yfirsýn og að ekkert glatist.

Lykilatriði vefkynningar:
Við kynnum hvernig Autodesk Build getur hjálpað þér að stýra öllu byggingarferlinu á einum stað. Við sýnum hvernig lausnin styður við að halda utan um verkefnin, bæta öryggi, hafa betra eftirlit með kostnaði og tryggja gæði – á sama tíma og hún dregur úr tafir og endurvinnu.
-
Verkefnastjórnun: Tryggð yfirsýn á verkefnum, bætt samvinna og dragðu úr mistökum, villum og endurvinnu.
-
Gæðaeftirlit: Fylgstu með öllum frávikum á einum stað og leystu þau í tíma. Dragðu úr kostnaðarsamri endurvinnu og tryggðu að verkefnin haldist á áætlun.
-
Öryggisstjórnun: Þróaðu einfaldar öryggisáætlanir, endurnýttu og fáðu alla í teyminu til að taka ábyrgð á öryggi á byggingarstað.
-
Kostnaðareftirlit: Tengdu gögn úr verkefnastjórnun og framkvæmdum við kostnaðargreiningu/stjórnun til að skilja áhrif orsaka og umfang kostnaðar. Tengjanlegt við fjárhaldskerfi td. Business Central ofl..
Þú færð einnig innsýn í hvernig upplýsingar geta flætt óhindrað úr ACC yfir í önnur kerfi, eins og NTI FM, og stutt við fullkomna líftímastjórnun mannvirkja.
Register here
Fyrir hvern er vefkynningin?
Þessi vefkynning er fyrir alla sem við bygginga- og mannvirkjaframkvæmdir, þá helst framkvæmdaaðila, verkefna- og byggingastjóra en einnig þá sem hafa BIM-umsjón. Hún hentar einnig rekstrarstjórum mannvirkja sem vilja betri gagnaskil, sem og öllum sem koma að innleiðingu stafrænna lausna í byggingarferlum.
