Skip to main content Search

Vefkynning: Bættu Revit MEP verkferlana – samhæfðu verkefnin fyrr, með hraðari útreikningum og meiri gæðum

Construction

 

📅 5. febrúar 2025

⏱️ Tími: 9:00–10:00

🌐 Tungumál: Enska

 

NTI FOR REVIT MEP 1000x200.jpg

 

Vinnur þú við hönnun MEP-kerfa í Autodesk Revit? Taktu þátt í vefkynningunni okkar og sjáðu hvernig nýja viðbótin NTI FOR REVIT MEP hjálpar þér að vinna hraðar, samhæfa verkefnin fyrr og skila BIM-líkönum með meiri gæðum og færri villum.

IVið kynnum uppfært NTI FOR REVIT vöruúrval og sýnum hvernig sérhæfðar viðbætur fyrir ólíkar verkfræðigreinar styðja beint við verkferla í Revit. Sérstök áhersla er lögð á NTI FOR REVIT MEP, sem einfaldar daglega vinnu með sjálfvirkum útreikningum, markvissari samhæfingu og öflugri meðhöndlun gagna.

Við förum einnig yfir nýjustu tæknieiginleikana og sýnum hvernig þeir styðja við daglega hönnunarvinnu í Revit. Þar má nefna stillingar fyrir leiðaval lagnaleiða, hraðari útreikninga á loftflæði og hitun, stærðarákvörðun loftræsilagna snemma í ferlinu, og snjallari gagnameðhöndlun í líkaninu.

Lykilatriði vefkynningarinnar:

  • Yfirlit yfir NTI FOR REVIT vörulínuna og hvernig MEP-viðbótin eykur afköst í daglegri Revit-vinnu

  • Yfirlit yfir eiginleika sem auðvelda snemmbæra samhæfingu, hraðari vinnslu og áreiðanlegri gögn

  • Hagnýt dæmi um hvernig nýta má tólið í daglegri hönnun

  • Spurt & svarað – við svörum öllum spurningum í beinni 

Taktu þátt í ókeypis vefkynningu þar sem þú kynnist eiginleikum sem eru sérhannaðir fyrir MEP-verkferla í Revit – og uppgötvaðu hvernig þú getur unnið markvissar, dregið úr endurvinnu og minnkað handvirka vinnu.

Skráðu þig hér

Andreas Bøving

Andreas Bøving is Product Manager for AEC at NTI, leading strategy and product development of NTI’s software solutions. With a background in Civil and Architectural Engineering and extensive experience in the industry, he transforms complex needs into practical tools.

Andreas Bøving

Product Manager, AEC

Chris van der Fluit

Chris has over 10 years of experience in construction and consultancy. With a background in Building Environment, Chris started his career as a calculator, went on to be a project manager and then a business consultant before moving into digital transformation within the AEC industry. Chris specialises in the Autodesk Construction Cloud and NTI products with broad expertise in BIM and process optimisation for the AEC industry.

Chris van der Fluit

Technical advisor AEC, NTI CAD & Company

Fyrir hvern er vefkynningin?

  • Þessi vefkynning er sérsniðin fyrir fagfólk sem vinnur við hönnun MEP-kerfa í Autodesk Revit sem hluta af daglegu starfi og leitar að leiðum til að bæta samhæfingu, flýta fyrir útreikningum og draga úr endurvinnu og handvirkum ferlum.

  • Vefkynningin á sérstaklega vel við loftræsihönnuði, MEP-verkfræðinga, vélræna hönnuði, pípulagnahönnuði, raflagnahönnuði, Revit-teiknara, BIM-samræmingaraðila, teymisstjóra og tæknistjóra sem starfa hjá fyrirtækjum í loftræsi og MEP-hönnun, fjölgreina verkfræðistofum, verktökum og fyrirtækjum í byggingaþjónustu og innsetningum.

     

Praktískar upplýsingar

  • Vefkynningin fer fram í gegnum Zoom.
  • Allir fyrirlesarar tala ensku og þátttakendur geta sent inn spurningar í gegnum spjallglugga.
  • Vefkynningin er ókeypis og verður tekin upp.
  • Ef þú hefur einhverjar spurningar, ekki hika við að hafa samband við okkur í gegnum netfangið: [email protected]

Aðgangur að vefkynningunni

  • Til að taka þátt í vefkynningunni þarftu einfaldlega að smella á hlekkinn sem þú færð í tölvupósti eftir skráningu.
  • Þú færð einnig áminningu í tölvupósti daginn áður og sama dag og kynningin fer fram.
  • Ef þú kemst ekki á tilsettum tíma, þá geturðu samt skráð þig – við sendum þér upptökuna eftir á, svo þú getir horft þegar þér hentar.