Skip to main content Search

3Dconnexion

Gerðu CAD-vinnuaðstöðuna þína, þægilegri og skilvirkari með SpaceMouse® og CADMouse vörum.

Hvað er SpaceMouse?

SpaceMouse vörulínan frá 3Dconnexion, veitir þægilega og eðlilega meðhöndlun á stafrænu efni í vinsælustu CAD- og hönnunarforritum heimsins, sem auðveldar þér að einbeita þér að hönnuninni.

SpaceMouse staðsetur líkanið eða viðfangið í hönnunarforritinu alveg einsog þú vilt og veitir þér aðgang að algengustu skipunum þínum. Um leið losnar um venjulegu músina til að gera það sem hún var hönnuð fyrir þ.e. að færa bendilinn til, til að velja, breyta eða búa til.

Samvinna SpaceMouse og hefðbundinnar músar er einföld og þægileg, hún dregur úr  músanotkun og eykur framleiðni. SpaceMouse veitir einnig stöðuga leiðsögn þ.e. ef unnið er með fleiri en eitt 3D forrit, þarf ekki að aðlagast mismunandi aðferðum þegar skipti er á milli þeirra.

SpaceMouse® Enterprise Kit

Fullkomið tveggja handa afl

Þegar þú parar saman 3DConnexion SpaceMouse Enterprise með CadMouse og CadMouse Pad verður heildin örugglega meiri en summa hlutanna. Þetta samspil köllum við ,,Fullkomið tveggja handa afl’’- SpaceMouse Enterprise staðsetur viðfangsefnið einsog þú vilt, á meðan CadMouse velur og býr til á einfaldan hátt. Þetta er eðlileg og þægileg vinnuaðferð sem á sér enga líka.

 


SpaceMouse® Wireless Kit

Hreyfanlega CAD-lausnin

Þú ert ekki alltaf á sama stað í vinnunni og því þurfa tækin þín að vera hönnuð til að mæta þörfum þínum sem hreyfanlegur hönnuður. Með SpaceMouse Wireless Kit uppfyllum við þessar kröfur og bjóðum þér endingargóð og þráðlaus tæki fyrir tveggja handa nálgun á CAD-hönnunarforrit. Þetta gerir hönnunina skilvirkari og þægilegri.

SpaceMouse® Enterprise

Gert fyrir hámarks árangur

Á toppnum er ekkert pláss fyrir annað sæti. Fremstu fyrirtæki heimsins krefjast hæsta stigs frammistöðu frá hönnunarteymum sínum. Það eru engar afsakanir fyrir glötuðum tækifærum eða lélegri útkomu, aðeins það besta er ásættanlegt.


SpaceMouse® Pro Wireless

Allir kostir SpaceMouse Pro, fyrir fagfólk á ferðinni

Nútíma CAD-vinnustöðin er sífellt á ferðinni, hér í dag og þar á morgun. Þráðlausa SpaceMouse Pro Wireless býður upp á kraft, fjölhæfni og sérsnið sem er sérstaklega hannað fyrir hönnuði á ferðinni. Með litlum, afkastamiklum alhliða USB-móttakara og stílhreinu ferðahulstr, fer þráðlausa SpaceMouse Pro hvert sem er með þér.

SpaceMouse® Pro

Staðallinn fyrir tæknifólk og hönnuði

SpaceMouse Pro er besta tólið fyrir byggingafræðinga, tæknifræðinga, verkfræðinga, hönnuði og arkitekta um allan heim sem vinna við 3D hönnun í sífellt fjölbreyttari atvinnugreinum. SpaceMouse Pro veitir innsæi, áreynslulausa og nákvæma 3D leiðsögn í CAD-forritum, þessa eiginleika SpaceMouse Pro er ekki hægt að framkvæma með venjulegri mús og lyklaborði.

SpaceMouse® Wireless

Háþróuð 3D leiðsögn hvar sem er

Nútíma tækniumhverfi og tæknifyrirtæki eru fjölbreyttari, sveigjanlegri og hreyfanlegri. Hvort sem þú ert að skoða 3D teikningar með samstarfsaðilum eða kynna hönnun þá býður SpaceMouse Wireless þér upp virkni sem auðveldar vinnu í 3D forritum hvar sem er.

SpaceMouse® Compact

Hannað fyrir háþróaða 3D leiðsögn

SpaceMouse Compact var þróað til að veita innsæi, áreynslulausa og nákvæma 3D leiðsögn í CAD-forritum sem ekki er hægt að upplifa með venjulegri mús og lyklaborði. Þetta er hið fullkomna verkfæri fyrir nútíma tæknifólk og hönnuði til að skoða 3D hönnun og kanna 3D rými.

CadMouse Pro Wireless 500x.jpg
CadMouse Pro Wireless

Fullkomin þráðlaus mús fyrir CAD-fagfólk

CadMouse Pro Wireless er mús í fullri stærð sem er sérstaklega hönnuð fyrir nútíma CAD-fagfólk. Yfirburða hönnun, með sérstakan músarhnapp fyrir miðju, háskerpu ljósnema, allt að þriggja mánaða notkun milli hleðslna* og 50 milljón smella endingu. Fyrir daglega notkun CAD-sérfræðinga, er CadMouse Pro Wireless aðalatriðið í CAD-verkfærakistunni.


CadMouse Pro Wireless left

Sérstaklega hönnuð fyrir örvhenta

CadMouse Pro Wireless Left er mús í fullri stærð sem er sérstaklega hönnuð fyrir nútíma CAD-fagfólk sem notar vinstri höndina og einnig þá sem þurfa að skipta til að draga úr eða koma í veg fyrir langvarandi álagsmeiðsli. Með nákvæmri tækni 3DConnexion og mikla áherslu á vinnuvistfræði er CadMouse Pro Wireless Left tilvalin fyrir dagleg notkun.

CadMousePad

Það besta fyrir mýsnar á þínum vinnustað

Með CadMouse Pad músamottunni bjóðum við þér fullkomna viðbót við nákvæmar CadMouse Pro mýs. Mottan býður upp á sléttar og áreynslulausar hreyfingar á vinnustöðinni þinni. Með litlum núningi á yfirborði og fínstilltum skynjara munu mottan og músin í sameiningu ávalt veita þér góða upplifun.

CadMousePad Compact

Fullkomið jafnvægi milli nákvæmni og þæginda

Minni músarmottan, CadMousePad Compact, sem er 250 mm x 250 mm og nógu stór fyrir vinnustöðvar og nógu lítil til að taka með sér sem hluta af hreyfanlega vinnustaðnum þínum.

Pantaðu hjá NTI – og þú færð fullan stuðning alla leið!

Viltu heyra meira um möguleika þína með 3DConnexion?

Fylltu þá út eyðublaðið hér – og við munum hafa samband við þig eins fljótt og auðið er.

Með því að velja NTI getur þú verið  viss um að fá:

  • Rétta ráðgjöf
  • Uppsetningu og aðlögun á lausnum
  • Aðgang að margskonar námskeiðum
  • Tæknilegan stuðning / þjónustulínu

Forvitin/n að vita meira?

Ertu með spurningar?

Hlynur Garðarsson

Kerfisráðgjafi

+354 866 8941