NTI FOR INVENTOR
Frá gögnum til lausna - einfaldaðu vinnuflæðið þitt, hámarkaðu gagnagæði og sparaðu tíma
Sjáðu nýjustu uppfærslu af NTI FOR INVENTOREinfaldaðu vinnuflæðið þitt!
NTI FOR INVENTOR Professional er viðbót fyrir Autodesk Inventor sem býður öllum sem taka þátt í CAD hönnun hina tilvalnu lausn til að vinna snjallara í daglegum ferlum í Inventor.
Það er lausn við flestum áskorunum í Autodesk Inventor
Viðbótin NTI FOR INVENTOR hagræðir daglegum endurtekningum í Inventor. Þannig sparar þú tíma, auk þess tryggir að gögn séu ríkari og í betri gæðum.
NTI FOR INVENTOR er fáanlegt í tveimur útgáfum: Essentials og Professional.
Hér að neðan eru nokkrar áskoranir sem Essentials og Professional leysa:
Áskoranir |
Lausnin aðeins í Professional |
Framleiðsluefni ekki uppfært með verkfræðilegum líkönum og teikningum. |
Fáðu fljótt yfirlit yfir hönnunarskrár, sem gerir þér kleift að sýna stöðu í öllum útgáfum, teikningum og skjölum til að tryggja rétta gagnaútdrátt við innkaup, framleiðslu, þjónustu o.s.frv. |
Handvirk og óstöðluð útprentun á samsetningum „BOM“ og hlutalista fyrir teikningar yfir á ytri snið eins og Excel og XML. |
Njóttu góðs af samræmdri og staðlaðri leið til að flytja hluti út á mismunandi listategundir, eins og „BOM“ lista, suðulista, varahluti og teiknilista. Þú færð sveigjanlegt og auðvelt val við uppsetningu á mismunandi sniðmátum til mismunandi útprentunar (export). |
Nafnagjöf fyrir möppur, líkön og skjöl er tímafrekt og oft á tíðum unnið handvirkt. Erfitt að búa til, setja upp, nota og viðhalda samræmdri nafnahefð. |
Auðveld notkun á nafnahefð með stöðluðum valmyndauppsetningum, í takt við uppsetningu fyrirtækis þíns, leiðir þig vel í gegnum spurningar um skrár og möppur, með því að nota staðlað sniðmát byggð á skráargerðum sem skilgreina nafngift, eiginleika og staðsetningu. |
Aquagain um NTI FOR INVENTOR
Við notum NTI FOR INVENTOR dagsdaglega til að auðvelda lífið og snögglega fylla út áskriftarhöfuðreiti (e. subscription header) á IDW, með sömu upplýsingum í hvert skipti frá skrunlistum. Við notum einnig NTI FOR INVENTOR til að búa til PDF skrár beint úr Idwand DXF skrám frá annaðhvort málmplötuhlut eða frá IAM – Það er erfitt að komast að án þessa tóls.
Af hverju NTI FOR INVENTOR?
NTI FOR INVENTOR er viðbót sem auðveldar vinnuferla, bætir gagnagæði og sparar þér tíma. Það er til lausn við flestum vandamálum – við höfum safnað þeim fyrir í NTI FOR INVENTOR
Birting Skjalfestu í tvívídd og birtu það auðveldlega á PDF eða öðrum sniðum. |
Yfirlit Fáðu yfirlit af upplýsingum á líkönunum og eigðu við allar gerðir af lýsigögnum (e. metadata) á einum stað |
Sjálfvirkni Búðu sjálfvirkt til afleidd snið og teikningar af 3D líkönum. |
Gögn Staðlaðu og straumlínulagaðu hönnuninna, gögnin og vinnuferlana þína |
PTA + APS segja...
NTI FOR INVENTOR er ótrúlega auðvelt að nota – með nokkrum músarsmellum getur þú kannað hvort að hlutir séu almennilega læstir í sketch-inu eða hvort að “assemblies” séu rétt skorðaðar. Með iDrawing er auðveldlega hægt að gera pappírsteikningu á því sniði sem þú vilt, ásamt því að búa til PDF eða DWF skrár af teikningunni þinni. NTI FOR INVENTOR er virkilega auðvelt og fjölhæft tól fyrir Inventor og sparar þér fullt af vinnu í hversdagsvinnunni þinni.
Verum í góðu sambandi
Sláðu á þráðinn eða sendu línu
Sölustjóri NTI á Íslandi
Reykjavík - Ísland
+354 537 1945