Skip to main content Search

Engerginet í Danmerku hefur valið NTI og nýja skýþjónustu, Autodesk Construction Cloud

Construction GIS & Infrastructure

Júní 2023

Energinet er þessi misserin að stíga stórt skref í átt að því að verða 100% stafrænt verkefnafyrirtæki. Og enn mikilvægara: Energinet mun vera tilbúið til að skiptast á skrám, teikningum og skjölum við ráðgjafa og birgja á nýjum og öflugum samstarfsvettvangi. 

 

Eftir vel heppnaða útboðslotu hefur Energinet ákveðið að fara í samstarf við NTI varðandi Autodesk Construction Cloud. Í undirbúningsferlinu fór undirbúningshópurinn á milli fjölmargra deilda innan stofnunarinnar til að kynna og fínstilla „sandkassann“ sem þau hafa haft til reynslu undanfarna mánuði.

Energinet valdi NTI af breiðum grundvelli þar sem lausn okkar – bæði hvað varðar gæði, útfærslu, stuðning og verð – var í heildina metin sú besta meðal tilboða. 

Það sem hafði sérstaklega áhrif að skýþjónustan Autodesk Construction Cloud var valin, sem ætlað er að tryggja að framtíðaráform þeirra um gagnastýrð ákvarðanatökuferli, ásamt því að auk líkurnar á meiri gæði og öryggi í verkefnunum. Er að skýþjónustan hjálpar og styður við verkefni Energinet bæði með notendavænu verkflæði í öllum áföngum sem og hagkvæmari notkun og skjölun gagna fyrir Energinet. 

Í undirbúningsferlinu var ráðgjafateymi NTI fengið til að aðstoða við „sandkassann“. Þetta innihaldsríka samstarf átti stóran þátt í því að NTI var valið sem ráðgjafa- og þjónustuaðilinn: Reynsla og sérfræðiþekking ráðgjafa NTI getur stutt við allt verkefnið með farsælli innleiðingu þvert á fagsvið hjá Energinet.  

Nú fer í gang spennandi tími með upplýsingafundum og undirbúningi á báða bóga. Energinet efast ekki um að þeir hafi valið öfluga þjónustu sem svarar helstu kröfum þeirra. Þess vegna takmarkast fyrstu skrefin við notkun á grunnvirkni sem þeir hafa ákveðið að byrja á. (Við getum sent þér Energinet vegvísinn (Road Map) – ár frá ári). 

Kenneth Staack Mortensen hjá NTI:

„Við sjáum mikla möguleika fyrir Energinet í þeirri stafrænu stefnu sem þeir hafa lagt fram og við hjá NTI erum stolt af því að Energinet hefur valið okkur og Autodesk Construction Cloud sem ákjósanlegan samstarfsaðila til að ná fram gagnadrifnu stafrænum verkefnaviðskiptum. Við hlökkum til samstarfsins og með Autodesk Construction Cloud munum við búa til stafrænan vettvang fyrir Energinet, sem getur stutt vel við þau stóru og flóknu verkefni sem unnin verða á næstu árum, einnig skapað frjóran jarðvegur fyrir öflug samskipti og samstarf milli verkefnisaðila.“

Kenneth Staack Mortensen

viðskiptastjóri mannvirkja- og samfélagsinnviða NTI A/S

Nú þarf að færa allt sem Energinet hefur unnið að hingað til í „sandkassanum“ yfir í daglega umsýslu og rekstur. Með haustinu hefst kennsla og þjálfun. NTI mun aðstoða við uppsetningu innleiðingu og þjálfun til að tryggja rétta uppsetningu á Autodesk Construction Cloud. 

Um Energinet

 

Energinet er sjálfstætt opinbert fyrirtæki sem heyrir undir loftslags-, orku- og birgðamálaráðuneytið. Þeir eiga raforku- og gasnetið í Danmörku og stöðugt að þróa og leita leiða til að taka á móti meiri endurnýjanlegri orku, viðhalda afhendingaröryggi og tryggja jafnan markaðsaðgang að netunum. Það vinna uþb. 1800 einstaklingar hjá Energinet.

Sjá nánar á heimasíðu: https://energinet.dk/

Hér eru fleiri svipaðar fréttir

Helstu ávinningar Autodesk Construction Cloud, NTI kynning á dönsku.

Skilvirk árekstrarstjórnun er nauðsynleg í byggingarframkvæmdum hjá NIRAS, kynning á dönsku.

Breyting á verkafhendingu og gagnaöryggi með Pure Salmon, kynning á norsku.

Kynntu þér hvernig OJ ráðgefandi verkfræðingar (OJAS) nota skýþjónustuna til að hámarka samskipti og samvinnu við stór byggingarverkefni, kynning á dönsku.