Skip to main content Search

Hugbúnaður fyrir framleiðslu og byggingariðnað

Fáðu réttu lausnirnar til að vinna skilvirkt. Við sérhæfum okkur í að leiðbeina þér við val á hugbúnaði sem hentar þínum þörfum, svo þú náir sem bestum árangri.


Við styðjum þig alla leið

Vöruframboð okkar opnar endalausa möguleika til að hanna, teikna og framleiða hvað sem er í heimi byggingar og iðnaðar. Við veitum faglega ráðgjöf við val á lausn sem hentar ykkar þörfum – og tryggjum að hún sé samþætt og nýtt á sem skilvirkastan hátt. Þú færð stuðning frá okkur með hugbúnaðarleyfi, þjálfun og ráðgjöf.
Með öðrum orðum: Við erum með þér alla leið!

Hugbúnaður frá Autodesk

Við erum Autodesk Platinum samstarfsaðili og getum því boðið viðskiptavinum okkar aðgang að öllu vöruúrvali Autodesk.
Vegna náns samstarfs okkar við Autodesk höfum við einstaka innsýn í þarfir fyrirtækja, og getum veitt markvissa ráðgjöf, greint hentugar lausnir og boðið nákvæmlega þær vörur, þjónustu og þekkingu sem henta þér og þínu teymi.

Við höfum valið vinsælustu lausnirnar svo þú getir kynnt þér eiginleika þeirra nánar.

Skoða Autodesk-vörur

Lestu meira um hvað felst í því að kaupa af Autodesk Platinum samstarfsaðila hér.

Autodesk platinum partner logo
 

nti-logo-200x100.png

Hugbúnaður frá NTI
 

Við þróum okkar eigin lausnir og öpp sem styðja við vöruúrval Autodesk og hjálpa þér að nýta hugbúnaðinn til fulls. Allt þróunarstarf er unnið af okkar eigin öfluga þróunarteymi, sem býr til nýjar lausnir, fínstillir þær sem fyrir eru og gefur reglulega út uppfærslur. Byggðar meðal annars á ábendingum frá viðskiptavinum okkar, svo þú getir alltaf unnið sem skilvirkast.

Sjá NTI-lausnir

handshake-red-100.png

Hugbúnaður frá öðrum samstarfsaðilum

Auk hugbúnaðar frá Autodesk bjóðum við upp á fjölbreytt úrval annarra lausna fyrir byggingariðnaðinn.
Hjá okkur finnur þú meðal annars hugbúnað frá Bluebeam, MagiCAD og Solibri, ásamt öflugum myndgerðartólum eins og Enscape, Twinmotion og V-Ray.
Við bjóðum einnig upp á dagsljósútreikninga með LightStanza, og bætum reglulega nýjum vörum við úrvalið til að styðja sem best við þarfir viðskiptavina okkar.

Kynntu þér fleiri lausnir

 

black-clock-red-circle.png

Sjá núverandi tilboð

Við bjóðum reglulega upp á sértilboð og kynningar á hugbúnaði, námskeiðum og öðru sem getur nýst þér. Vertu með á nótunum og sjáðu hvort núverandi herferð henti þínum þörfum.

Skoða tilboð

Ertu með einhverjar spurningar?

Árni Guðmundur Guðmundsson

Sölustjóri NTI á Íslandi

Reykjavík - Ísland

+354 537 1945