Skip to main content Search

Matterport

Þrívíddarskönnun fyrir einstaka sjónræna deilingu verkefna

 

Búðu til raunverulegar stafrænar tvinnanir 

Matterport er leiðandi á heimsvísu í sýndarskoðunarferðum og stafrænni afritun á bygginum, rýmum og opnum svæðum. Matterport skanni er þrívíddarmyndavél sem gerir nákvæm og raunveruleg stafræn afrit af raunheimum.

Matterport er blanda af öflugir myndskönnun og leysiskanna til að skanna umhverfið og búa til hárnákvæm þrívíddarlíkön sem auðvelt er að skoða, mæla og deila með öðrum í teymi.

Kostir Matterport

advantage-100-red.png

Hraðvirk og notendavæn lausn

Ekki er þörf á sérhæfðri tækniþekkingu eða reynslu af sambærilegu, allir geta nýtt sér lausnina og gert þrívíddarlíkön.

Device-connectivity-red-100x100.png

Skýjalausn fyrir deilingu og samvinnu 

Deildu og nálgastu þrívíddarlíkön á mismunandi tækjum í gegnum Matterport skýlausnina.

Virtual-Reality-red-100.png
Hágæða sýndarferðir 

Tilvalið til að kynna aðstöðu fyrir t.d. nýjum starfskrafti, viðskiptavini eða samstarfsaðila í verkefnahóp.

 

Af hverju að velja Matterport??

  • Nýttu þér hágæða myndir og myndskeið til markaðssetningar eða til að kynna aðstöðu fyrir nýjum
  • Framkvæmdu mælingar beint inn í þrívíddarskannverkinu
  • Deildu og taktu inn þínar kynningar
  • Birtu skannverk á Google Street View og leyfðu viðskiptavinum að skoða fyrirtækið þitt og sjá staðsetningu þess
  • Fáðu punktaský, BIM-, CAD- eða OBJ-skrár með MatterPak™
  • Búðu til skematískar grunnmyndir með einum smelli

attention icon

Þetta myndband er ekki aðgengilegt

Samþykkja þarf vefkökur (e. Cookies).

Uppfærðu samþykki þitt hér – í kjölfarið skaltu endurhlaða síðuna

Prófaðu þetta

Skoðaðu dæmið hér að neðan og sjáðu hvernig Matterport lausnin virkar.

Matterport hentar mjög vel í eftirfarandi:

Matterport er mjög vinsælt hjá fasteignasölum og eignastýringaraðilum, þar sem lausnin er notuð til að gera sýndarferðir um íbúðar- og atvinnuhúsnæði. Kaup- og leigjendur geta því tekið sýndarskoðunarferð um eign, í þrívídd, án þess vera á staðnum. Sem gerir húsaskoðun aðgengilega, sérstaklega ef þarf að fara um langan veg.

  • Heildstæð og grípandi upplifun – Leyfðu viðskiptavinum að kanna eignina með ,,Dollhouse View” og sérsniðinni sýndarskoðunarfer.

  • Gagnvirk upplýsingagjöf – Notaðu ,,Mattertags “ til að bæta við lýsingum, hlekkjum, myndböndum og ljósmyndum beint í sýndarferðina.

  • Auðveld dreifing og markaðssetning – Deildu hlekkjum af þrívíddarskönnun svo viðskiptavinir geti skoðað eignina hvar sem þeir eru, minni ferðakostnaður og auðvelt að deila upplifun með öðrum.

  • Skilvirk samskipti og hraðari sala – Nákvæmar mælingar og stafrænar upplýsingar svara strax mörgum spurningum og stytta ákvarðanatökuferlið.

Matterport er mikið notað til skrá stafrænt framvindu nýframkvæmda, endurgerð og viðhaldsverkefni. Skönnunin veitir nákvæmar mælingar á raunverulegu ástandi framkvæmda, sem er gagnlegt fyrir arkitekta, verkfræðinga, byggingatæknifræðinga og verktaka sem þurfa að skipuleggja og samræma vinnu á staðnum.

  • Skilvirkar mælingar og ,,as-built “ skjölun – Skiptu út handvirkum mælingum fyrir nákvæma þrívíddarskönnun sem hægt er að flytja beint inn í BIM-hugbúnað.
  • Deildu framvindu verkefna og úttekta – Skrásettu stöðu verkefna og gerðu úttektir til að spara tíma og bæta samskipti við eigendur og samstarfsaðila.
  • Sýndar ,,punch-listar" – Notaðu þrívíddarlíkön með athugasemdum, myndum og hlekkjum til að auðvelda yfirferð og samskipti í verkefnum.
  • Auðveld afhending verkefna – Deildu skannverki fyrir betri yfirsýn og skilning á lokaniðurstöðunni.

Matterport skannar eru einnig mikið notaðir til skoða og skrásetja fasteignir, t.d. við mat á tjóni í tryggingamálum. Nákvæm þrívíddarskönnun auðveldar skráningu, skjalfestingu tjóns og ástands eigna, sem getur flýtt fyrir mati og afgreiðslu skaðabótakrafna.

  • Nákvæm og hröð skjalfesting tjóns – Fáðu hárnákvæmar mælingar og skjölun á raunverulegum aðstæðum hratt og örugglega.
  • Auðveld deiling og samvinna – Deildu skannverki með t.d. lögfræðingum og öðrum hagsmunaaðilum fyrir betri yfirsýn og samskipti.
  • Skilvirkari afgreiðsla mála – Styttu málsmeðferðatíma með skannverki sem er aðgengilegt í skýinu og notaðu merkimiða (tagging), fyrir athugasemdir og skýringar.
  • Meira gagnsæi og réttlæti – Tryggðu réttmætar niðurstöður með nákvæmum gögnum og auknu gegnsæi í ferlinu.

Í smásölu og atvinnuhúsnæði er Matterport notað til að skipuleggja og kynna nýtingu á rými, t.d. við endurhönnun verslana eða uppsetningu skrifstofusvæðum.

  • Notendavæn leiðsögn – Bættu við merkjum og ,,Mattertags” til að hjálpa viðskiptavinum að finna vörur og kaupa inn á einfaldari hátt.
  • Aukin sýnileiki og markaðssetning – Settu Matterport skannverkin inn á ,,Google Street View” til að gera fyrirtækið þitt aðgengilegra og sýnilegt.
  • Sýndarkynningar – Búðu til leiðsagnatúra og sjálfvirkt myndband til að draga fram lykilsvæði eða vörur.
  • Skilvirk innleiðing og öryggi – Sýndu uppsetningu verslunar og öryggisráðstafanir með merkjum og mælingum, og kynntu nýja starfsmenn fyrir vinnusvæðinu í sýndarumhverfi.

Matterport er notað í iðnaði fyrir skilvirkrar eignastýringar, hagræðingu í framleiðslu og viðhaldi. Með Matterport þrívíddarskönnun er auðvelt að skoða ítarlega og fara vel yfir verksmiðjur og framleiðslulínur.

  • Nákvæm skráning og mælingar – Búðu til hárnákvæmt stafrænt líkan sem einfaldar eftirlit, skipulag og viðhald.
  • Skilvirk fjarstýring og samvinna – Deildu sýndarferðum með samstarfsaðilum og starfsfólki til ná fram betri samhæfingu.
  • Minni rekstrarstöðvun – Notaðu líkanið til að greina og leysa vandamál hraðar án þess að þurfa að vera á staðnum.
  • Bætt öryggi – Greindu áhættusvæði og fínstilltu öryggisráðstafanir með fullkominni sjónrænni yfirsýn yfir rýmið.

Matterport Elite Plus Partner-400x200.png

NTI er Matterport Elite Plus Partner. Sem ,,Elite Partner” bjóðum við ráðgjöf og stuðning í Danmörku, á Íslandi, í Noregi og Eystrasaltslöndunum.

Hvaða Matterport skanna á ég að velja?

Matterport Pro3 3D LiDAR myndskanninn er fagleg lausn fyrir hárnákvæma þrívíddarskönnun, bæði innan- og utandyra. Með allt að 100 metra drægni og ±20 mm nákvæmni við 10 metra fjarlægð skilar Pro3 einstökum smáatriðum og gæðum. Myndavélin hefur upplausn upp á um 135 megapixla og hvert skann tekur aðeins 20 sek., rafhlaðan endist í 3 klst.

Tæknilýsing:

  • Sæktu hágæða myndir og myndskeið til markaðssetningar eða til að kynna starfsvetvang fyrir nýjum starfskröftum

  • Framkvæmdu mælingar beint inn í þrívíddarskannverkinu

  • Deildu og settu inn þínar kynningar

  • Birtu á ,,Google Street View” og leyfðu viðskiptavinum að skoða fyrirtækið þitt og staðsetningu

  • Fáðu punktaský, BIM-, CAD- og .OBJ-skrár með MatterPak™

  • Búðu til skematískar grunnmyndir með einum smelli

 

Myndavélin er fáanleg í þremur mismunandi pökkum sem henta ólíkum notendum: Grunnpakki fyrir einstaka verkefni, Performance Kit með aukahlutum fyrir meiri sveigjanleika og Acceleration Kit, sem er hannað fyrir krefjandi verkefni með lengri rafhlöðuendingu og hraðvirkari vinnuflæði.

Matterport Pro3 3D LiDAR kamera -450x160.jpg

Matterport Pro3 3D LiDAR myndskanni

Verð: 835.893 ISK án vsk

Grunnpakki Matterport Pro3 myndskannans inniheldur allt sem þú þarft til að hefja þrívíddarskönnun. Þetta er frábær lausn fyrir minni verkefni eða þá sem nota skönnun af og til. Þessi útgáfa býður upp á gott verð fyrir þá sem skanna einstakar eignir, t.d. smærri arkitektastofur. Ef þú vinnur með stærri verkefni eða vilt meiri sveigjanleika með aukahlutum, mælum við með Performance Kit eða Acceleration Kit.

    Matterport Pro3 3D LiDAR myndskanni er fullkominn fyrir fagfólk sem krefst hárnákvæmrar og ítarlegrar þrívíddarskönnunar, bæði innan- og utandyra. Með háþróaðri LiDAR-tækni og allt að 100 metra drægni skilar Pro3 nákvæmum niðurstöðum, jafnvel í flóknum rýmum og við krefjandi birtuskilyrði.
  • Matterport Pro3 LiDAR myndavél
  • Hrðalosun (Quick Release), festing
  • 1 rafhlaða
  • 1 hleðslutæki
  • 2 ára ábyrgð

Matterport Pro3 Performance Kit-450x160.jpg

Matterport Pro3 Performance Kit

Kr. 923.958,- án vsk

Performance Kit er tilvalið fyrir þá sem eru með mörg skannverkefni eða flutnings á milli staðsetninga. Þeir sem eru í eignastýringu, fasteignasalar, stór byggingafyrirtæki og innanhússhönnuðir njóta góðs af aukabúnaði sem eykur sveigjanleika og styttir uppsetningartíma. Performance Kit er kjörin lausn fyrir fagfólk sem leitar að skilvirkri og hentugri lausn fyrir meðalstór verkefni.

 

    Matterport Pro3 Performance Kit er hannað fyrir fagfólk sem vill meiri sveigjanleika og skilvirkni í þrívíddarskönnun. Auk Pro3-myndskannans inniheldur pakkinn sterkan þrífót, auka rafhlöðu og flutningskassa, sem auðveldar vinnu á mörgum stöðum og tryggir að skanninn sé tiltækur í lengri tíma án truflana.
  • Matterport Pro3 LiDAR skanni
  • Hraðlosun (Quick Release), festing
  • 2 rafhlöður
  • 1 hleðslutæki
  • Flutningskassi
  • Þrífótur
  • Dolly með hjólum
  • 2 ára ábyrgð

Matterport Pro3 Acceleration Kit-450x160.jpg

Matterport Pro3 Acceleration Kit

Kr. 1.114.766,- án vsk

Acceleration Kit er fyrir þá sem framkvæma umfangsmiklar og tíðar skannanir, eins og stærri arkitektastofur, byggingarfyrirtæki og eignastýringu. Aukabúnaðurinn er tilvalinn fyrir verkefni þar sem hraði og skilvirkni skipta miklu máli, sérstaklega við skönnun stórra svæða þar sem þörf er á hraðri uppsetningu og tilfærslu búnaðar. Acceleration Kit er kjörin lausn fyrir fagfólk sem þarfnast áreiðanlegs og hraðvirks vinnuflæðis fyrir krefjandi skönnunarverkefni.

    Matterport Pro3 Acceleration Kit er fullkomin lausn fyrir fagfólk sem krefst hámarksafkasta og skilvirkni. Auk Pro3-myndskannans inniheldur þessi pakki auka rafhlöðupakka, hraðhleðslutæki, öflugan flutningsbúnað og aukna vörn – allt hannað fyrir umfangsmiklar og tíðar skannanir á stórum svæðum og í flóknum aðstæðum.
  • Matterport Pro3 LiDAR myndskanni
  • Hraðlosun (Quick Release), festing
  • 2 rafhlöður
  • 1 hleðslutæki
  • Flutningskassi
  • Þrífót
  • Dolly með hjólum
  • 10 Matterport E57 punktaský
  • 10 Matterpaks (til að vinna með punktaský og OBJ-skrár)
  • Dyrastoppara
  • 3 ára ábyrgð

Pantaðu Matterport-skannann þinn hér 

Athugaðu að notkun myndskannas krefst iPad og áskriftar að *Matterport Space*, sem er árgjald fyrir Matterport skannlausnina, til geyma og vinna með skannver. Lágmarksáskrift veitir aðgang að 20 virkum verkefnum á ári. Verð frá 88.065,- ISK án vsk. Við aðstoðum þig við skráningu og uppsetningu í gegnum Matterport.

 

Skoðaðu og keyptu Matterport-áskrift hér

 

Kynning og stuðningur fyrir Matterport

Byrjaðu hratt og örugglega að vinna með þína Matterport-lausn og fáðu ítarlega kynningu ásamt stuðningi frá Matterport-sérfræðingum okkar, svo þú fáir sem mest út úr bæði vélbúnaði og hugbúnaði. Kynningin felur meðal annars í sér: 

  • Yfirlit yfir helstu eiginleika myndskannans
  • Fullt af nytsömum ábendingum um notkun lausnarinnar og framsetningu rýma 
  • Hámarksnýtingu skannaðra gagna með innsýn í útgáfu og deilingu á mismunandi kerfum 
  • Þjálfun í lausninni og fjölmörgum stillingum sem hægt er að laga að þörfum þíns fyrirtækis 

Fylltu út eyðublaðið, og við höfum samband til að ræða möguleikana án skuldbindinga. Þannig tryggir þú að fáir þann pakka sem hentar þínum þörfum best.

Pantaðu Matterport hér

Hafðu samband

Við erum leiðandi í þrívíddarskönnun og höfum sérfræðinga með víðtæka reynslu og þekkingu á því, hvaða lausnir henta best fyrir þín verkefni.

Hlynur Garðarsson

Kerfisráðgjafi

+354 866 8941