Skip to main content Search

Stöðlun verkferla ryður veginn!

Construction

Arkitema er ein af stærstu arkitektastofunum á Norðurlöndum með u.þ.b. 500 starfsmenn. Áherslan á að vera sem mest stafrænn er mjög mikil í þessum geira þar sem fjárhagur og afkastageta gegna afgerandi hlutverki fyir velgengni fyrirtækja. Hérna færðu innsýn í hvernig stöðlun verkferla ryður veginn fyrir aukinni verðmætsköpun hjá Arkitema.  

Áskorun

Hvernig vinnur Arkitema með stöðlun; að samþætta aðferðir og mannvirki sem auka skilvirkni og skapa samræmi í gegnum stafrænar lausnir?

Lausn

Með NTI CONNECT safnar Arkitema saman gögnum frá fösum byggingarframkvæmdanna á einn verkvang. Þetta tryggir að gögnin séu stöðluð og séu á ”sameiginlegu tungumáli”.

Niðurstöður

Stöðlun studd af m.a. NTI CONNECT hefur haft jákvæð áhrif á afkastagetu, gæði og einkum og sér í lagi á fjárhaginn.

Hittu Marianne Friis frá arkitektastofunni Arkitema.  

Sem forstjóri stafrænnar þróunar (ens. Digital Development Director) er hennar mikilvægasta verkefni fólgið í því að virkja alla stafræna möguleika Arkitema í starfsgrein þar sem tæknin hefur alla möguleika til að skapa skilvirkari og arðbærari byggingaframkvæmdir.

En byggingageirinn er flókinn geiri– á mörgum sviðum! Framkvæmdir gera ráð fyrir mörgum aðilum sem eru með einstaklingsbundnar þarfir, hrærigraut af gögnum og meðhöndlun þeirra ásamt gífurlegum kröfum og löggjafartengdum þáttum. Þar að auki þarf að gera ráð fyrir þáttum eins og sjálfbærni. Þetta eru áskoranir sem gera ráð fyrir staðlaðri nálgun á byggingaframkvæmdirnar.

 

Um Marianne Friis

Marianne Friis hefur starfað hjá Arkitema frá árinu 2016 og hefur verið fremst í flokki í að útfæra stafræna þróun. Undanskildu hlutverki hennar í Arkitema er hún einnig formaður fyrir samtökin BIM AARHUS sem er faglegt og félagslegt athvarf með það að markmiði að veita meðlimum nýja þekkingu og m.a. BIM. Þar að auki gegnir hún einnig mikilvægu hlutverki í BIM7AA sem er með fókus á að þróa og á sama tíma besta sameiginleg BIM-tól, aðferðir og ferli til þess að styrkja þverfaglega samvinnu.

Nú um stundir getum við ekki afhent verkefni ef við erum ekki stafræn. Framleiðni og fjárhagur eru hluti af öllu því sem við gerum. Af þessum sökum er það skilyrði að við stöðlum til þess að njóta velgengni; að við höfum aðferðir og umgjarðir sem auka afkastagetu og skapa samhengi. Þetta snýst um að hafa stafrænar lausnir sem veita okkur stuðning í vinnunni okkar svo að við getum meðal annars safnað saman gögnum um byggingaframkvæmdir á einum stað” segir Marianne.

Svona nær Arkitema strúktúr og samhengi þvert yfir

Þróun er í hröðum vexti hjá Arkitema. Fókusinn á að starfa stafrænt er mikill. Og þetta er ákvörðun sem er rótgróinn hjá stjórninni. Stuðningur stjórnarinnar er nefnilega ástæðan fyrir því að það er mögulegt að fara á fullt í tölvuvæðingu og BIM.   

 

Arkitema: ”People in Architecture”

Arkitema er ein af stærstu arkitektastofunum á Norðurlöndum með 550 starfsmenn sem er dreift um öll Norðurlöndin. Arkitema teiknar og reisir byggingar til þess að búa til bestu mögulegu hönnunarramma fyrir fólk. Þú færð frekar upplýsingar um Arkitema hér.   

Stjórnin mótar stefnuna fyrir Arkitema, úthlutar fjármagni og er forsprakki þegar kemur að því að vísa veginn fram á við. Allt þetta þýðir að hún er ákveðin í því að stuðla að því að framtíðin sé stafræn.

Með NTI CONNECT safnar Arkitema gögnum frá öllum fösum byggingarframkvæmda saman á einum verkvangi. Að undanskildu því að þetta tryggir stöðlun gagna – að gögn fái sameiginlegt tungumál - vinnur NTI CONNECT að því að það verði auðvelt og skilvirkt að uppfylla auknar kröfur um tölvuvæðingu í byggingarframkvæmdum.

Með lista yfir 1611 byggingarhluta nýtur þú sérstaklega góðs af vörunni PARTS í NTI CONNECT-verkvanginum, sem felur einnig í sér hinar vörurnar SPECS og VIEW.

Myndirnar eru frá Arkitema.

 

Vörurnar þrjár í NTI CONNECT: 

SPECS: Lýsingartól sem er hægt að nota til að búa til lýsingar á byggingarframkvæmdunum.

PARTS: Gagnagrunnur til að hafa umsjón með byggingarhlutum fyrirtækisins á einum stað.

VIEW: Vara sem gerir það mögulegt að sjá líkön og teikningar beint í vafrara.

Þú getur fengið yfirlit yfir allan NTI CONNECT-verkvanginn með því að smella hér.

 

 

 

”Við erum með hæfa samkeppnisdeild ásamt arkitektum sem sinna teikningum í öðrum deildum og hafa frjálsar hendur til að vinna í öðrum hugbúnaði en Revit. Ef þess gerist þörf að prenta út í þrívíddarprentara, vinna í efnislegu líkani eða í öðrum hugbúnaði þá er öllum frjálst að gera það. Hins vegar söfnum við öllu saman í Revit. Þetta býr til skipan, yfirlit og samhengi fyrir framkvæmdirnar ásamt því að tryggja að við höfum alltaf aðgang að uppfærðum líkönum. Það er nauðsynlegt í samkeppnisútboði t.d. að hafa skipulega nálgun en hafa þó á sama tíma virðingu fyrir skapandi lausnum.”

Í Arkitema er stöðugt lagt mat á það hvernig stofan geti bætt sig m.a. með nálguninni ”Integrated Design” þar sem stöðug áhersla er lögð á að styrkja verkefnin frá byrjun með því að hafa sérfræðinga og almenna starfsmenn snemma með í framkvæmdaferlinu til þess að lágmarka mistök.  

”Búið er að taka 80% af kostnaðartengdum ákvörðunum þegar 25% af verkefninu er lokið. Af þessum ástæðum er svo mikilvægt að við fáum verkfræðinga snemma með í ferlið. Þeir  geta gefið dýrmæt ráð ásamt því að framkvæmda prófun á mikilvægum þáttum í framkvæmdunum. Þetta hefur mjög mikið að segja.”

Það er nefnilega NTI CONNECT-verkvangurinn sem styrkir samstarfið þvert á aðila í byggingarframkvæmdum. Þar er hægt að sameina líkön frá ólíkum greinum og sjá þau saman í vafrara. Gögnum er safnað saman á einum stað og þau gerð aðgengileg fyrir alla hlutaðeigandi aðila. Þetta bætir samskiptin þar sem allir aðilar vita hvar réttu gögnin er að finna og geta nálgast þá fljótlega og þar af leiðandi brugðist hraðar við til að tryggja framgang í verkefninu. 

 

4 Ráðstafanir sem fyrirtækið þitt getur gert til þess að staðla:
  1. Hugaðu að stöðlun í öllum verkferlum. Ef eitthvað endurtekur sig frá verkefni til verkefnis er hægt að nýta sér það til góðs og staðla það.
  2. Búðu til lista yfir algengustu byggingarhluta (families) sem eru notaðar í framkvæmdum.  Þetta er mjög góður útgangspunktur fyrir framkvæmdirnar og heftir ekki nýsköpun.
  3. Safnaðu saman gögnum á einum verkvangi svo allir viti hvar réttu gögnin er að finna og geti nálgast þau hratt og á auðveldan máta. Á þennan hátt sparar fyrirtækið tíma dagsdaglega.
  4. Skapaðu samhengi þvert á gögn verkefnisins og láttu þetta ekki vera handvirkt ferli sem einstakir starfsmenn þurfa að sinna.

 

Af þessum ástæðum borgar sig að staðla

Stöðlun sem er studd af m.a. NTI CONNECT hefur hjá Arkitema haft jákvæð áhrif á afkastagetu og gæði - og þá sérstaklega á fjárhaginn. Hins vegar eru það ekki aðeins stór fyrirtæki eins og Arkitema sem geta hlotið fjárhagslegan ávinning af því að staðla hjá sér – Miklir fjárhagsleikir möguleikar eru einnig fólgnir í því að samstilla og einfalda aðferðir fyrir lausnir/vörur, nýsköpun og samvinnu einnig hjá litlum og meðalstórum fyrirtækjum.

Einmitt það síðastnefnda sem er samvinna með byggingarverktökum sem við hönnum frábærar byggingar fyrir, hefur verið styrkt frekar hjá Arkitema.  

Byggingaverktakar sjá einnig ákveðna reynslu í þeirri samkvæmni og strúktúr sem er hluti af stafrænum verkferlum okkar. Verkefnið byggir nefnilega á nokkrum kröfum og framlagi í framlagslýsingunni. Okkar nálgun sem er m.a. studd af NTI CONNECT stuðlar að því að við getum sagt með vissu að við fullnægjum því sem við höfum lofað byggingaverktökum. Þetta skapar traust og öryggiskennd í gegnum allt ferlið fyrir alla aðila. Þetta tryggir einnig strúktúr, samhengi og gæði í úboðsgögnum og verkefnum ” segir Marianne.  

     

 

Fáðu prufu og vertu fróðari um vörurnar þrjár á NTI CONNECT-verkvanginu.

Fáðu frekari upplýsingar um möguleikana þína með NTI CONNECT og vörurnar þrjár de– PARTS, SPECS og VIEW – hér, þar sem þú hefur einnig möguleika á að fá ókeypis prufu.