NTI INTEGRATOR: lausnin fyrir Connected Engineering
NTI INTEGRATOR er samþættingarverkvangur með stöðluðum einingum fyrir Autodesk Vault Professional, Fusion 360 Manage og flest ERP-kerfi.
Hafðu sambandLeystu úr læðingu kraftana í gögnunum þínum með hjálp NTI INTEGRATOR!
Einn mikilvægasti hluti stafvæðingar er kerfissamþætting. Það eru miklir möguleikar fyrir aukna skilvirkni í framleiðslufyrirtækjum með samþættingu á mismunandi kerfum sem eru mikilvæg fyrir reksturinn.
NTI INTEGRATOR er samþættingarverkvangur með stöðluðum einingum fyrir Autodesk Vault Professional, Fusion 360 Manage og flest ERP-kerfi. NTI INTEGRATOR breytir gögnum i PDM-kerfi í gögn og skipan í viðskiptakerfi fyrirtækis.
NTI INTEGRATOR gerir vinnuferla sjálfvirka, eykur skilvirkni og bætir gæði gagna þinna og sparar mikinn tíma sem er hægt að nýta í verðmætasköpun.
Rétt stafvæðing
Oft á tíðum eru mörg verkefni fyrirtækis nú þegar stafvædd í mismunandi upplýsingatæknikerfum. Þetta geta verið viðskiptakerfi, CAD-kerfi, CRM-kerfi, skráarstjórnunarkerfi, ERP-kerfi o.s.frv.
Áskorunin liggur í snertifletinum milli kerfa sem eru mikilvæg fyrir reksturinn þar sem ferlið hefst yfirleitt með handvirku inntaksferli þar sem mikilvægar upplýsingar eru rangar eða eru ekki hafðar með. Þetta þýðir að önnur kerfi fylgja ekki með þegar uppfærsla á sér stað á öðrum stað í einu kerfi.
Raunveruleg stafvæðing á sér stað þegar mismunandi kerfi eiga í samskiptum sem minnkar þörfina á handvirkri stjórnun og getur sparað mikinn tíma. Í ofanálag er dregið úr mistökum og komið í veg fyrir þau þegar flutningur upplýsinga á milli kerfa á sér stað á sjálfvirkan og öruggan hátt.
Sameiginlegar áskoranir í fyrirtækjum
Í gegnum árin höfum við sótt mörg fyrirtæki heim sem upplifa áskoranir sem geta verið eftirfarandi:
- Handvirk tölvuskráning á gögnum úr einu kerfi yfir í annað,
- Röng endurskoðun eða útgáfur í teikningu,
- Tvírit af vörum sem eru nú þegar til en er erfitt að finna,
- Röng staða á einingum,
Kannast þú við þessar við áskoranir?
Áskoranir |
Lausnin með NTI INTEGRATOR |
Tími sem er ekki nýttur í verðmætasköpun er nýttur í að slá inn sömu gögn í mörg kerfi. |
Flutningur á vöru- og efnislistagögnum milli upplýsingatæknikerfa eins og Vault Pro, Fusion Manage og ERP-kerfa. |
Aukin hætta á röngum innslætti gagna sem getur skapað óöryggi í eftirfarandi ferlum. |
Forvinnsla tæknilegra gagna, sjálfvirk sannprófun og samanburður gagna fyrir flutning. |
Hætta á ósamræmanlegum gögnum milli kerfa eins og mismunandi endurskoðanir sem geta leitt til mistaka í framleiðsluferlinu. |
Snjöll verkfæri til að búa til rök og reglur sem gera vinnuferla sjálfvirka. |
Hætta á að búa til nýjar vörur sem eru nú þegar til og hafa í för með sér tvíverknað og aukinn kostnað. |
Bættu framleiðslu- og framleiðsluvörugögn með upplýsingum eins og hrávörunotkun, leiðir og flokkun. |
Breytingar á stöðu vöru eru ekki uppfærðar á milli kerfa sem getur leitt til kaupa á úreltum vörum. |
Hengdu við framleiðsluskrár eins og PDF og DXF. |
Framleiðslan hefst þegar þú stillir vöruna. Þetta er vanalega handvirkt ferli sem er erfitt í vöfum og tímafrekt. |
Hvað varðar stillingarlausnir þá viltu gjarnan fella þær inn í viðskiptakerfi í rauntíma. Þetta er auðvelt að gera í samvinnu við NTI CONFIGURATOR og NTI INTEGRATOR. |
Ertu forvitin/n um að heyra meira?
Viltu heyra meira um möguleikana með NTI INTEGRADOR?
Fylltu út formið hér að neðan og við munum hafa samband við þig eins fljótt og auðið er til að ræða möguleikana án skuldbindingar og mögulega sýnikennslu á hugbúnaðinum.
Viltu vita hvað NTI INTEGRATOR getur gert fyrir þig?
Hafðu samband við okkur í dag og fáðu frekari upplýsingar
Sölustjóri NTI á Íslandi (Sales Manager)
+354 5371945